Family Guy hverfur frá bröndurum um hinsegin fólk Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2019 13:30 Griffin-fjölskyldan hefur notið mikilla vinsælda undanfarna tvo áratugi. IMDB Aðstandendur bandaríska teiknimyndaþáttarins Family Guy hafa ákveðið að hörfa frá öllum bröndurum sem varða hinsegin fólk. Einn af framleiðendum þáttanna, Alec Sulkin, sagði þetta í viðtali við TVLine en þar var hann spurður í atriði í þáttunum þar sem aðalsöguhetjan, Peter Griffin, segir við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, að handritshöfundarnir væru að reyna að láta slíka brandara hverfa úr þáttunum hægt og rólega. Sulkin sagði að ef þættirnir frá árunum 2005 til 2006 yrðu bornir saman við þættina frá því í fyrra og í ár þá myndu áhorfendur taka eftir einhverjum mun. Áður fyrr þótti ekkert tiltökumál að grínast með tiltekin málefni en þeir sem gera Family Guy séu meðvitaðri í dag um hvað sé ekki við hæfi. Annar af framleiðendum Family Guy bendir á að þættirnir hafi verið í sýningu í 20 ár, voru frumsýndir árið 1999, og samfélagið hafi sannarlega breyst á þessum tíma. Hann segist aðeins vita um eina þáttaröð sem hefur verið lengur í sýningu, en það eru þættirnir um Simpsons-fjölskylduna. Í október síðastliðnum var greint frá því að handritshöfundar The Simpsons hafi íhugað að skrifa búðareigandann Apu úr þáttunum sem hefur hlotið mikla gagnrýni undanfarið. Er Apu af indverskum uppruna og sögð holdgervingur allra staðalímynda sem Bandaríkjamenn hafa haft um suðurasíska innflytjendur. Framleiðendur Family Guy segjast ekki hafa gert þetta af ótta við að harða gagnrýni frá samfélaginu. Þeir hafi einfaldlega sjálfir þroskast með samfélaginu. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Aðstandendur bandaríska teiknimyndaþáttarins Family Guy hafa ákveðið að hörfa frá öllum bröndurum sem varða hinsegin fólk. Einn af framleiðendum þáttanna, Alec Sulkin, sagði þetta í viðtali við TVLine en þar var hann spurður í atriði í þáttunum þar sem aðalsöguhetjan, Peter Griffin, segir við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, að handritshöfundarnir væru að reyna að láta slíka brandara hverfa úr þáttunum hægt og rólega. Sulkin sagði að ef þættirnir frá árunum 2005 til 2006 yrðu bornir saman við þættina frá því í fyrra og í ár þá myndu áhorfendur taka eftir einhverjum mun. Áður fyrr þótti ekkert tiltökumál að grínast með tiltekin málefni en þeir sem gera Family Guy séu meðvitaðri í dag um hvað sé ekki við hæfi. Annar af framleiðendum Family Guy bendir á að þættirnir hafi verið í sýningu í 20 ár, voru frumsýndir árið 1999, og samfélagið hafi sannarlega breyst á þessum tíma. Hann segist aðeins vita um eina þáttaröð sem hefur verið lengur í sýningu, en það eru þættirnir um Simpsons-fjölskylduna. Í október síðastliðnum var greint frá því að handritshöfundar The Simpsons hafi íhugað að skrifa búðareigandann Apu úr þáttunum sem hefur hlotið mikla gagnrýni undanfarið. Er Apu af indverskum uppruna og sögð holdgervingur allra staðalímynda sem Bandaríkjamenn hafa haft um suðurasíska innflytjendur. Framleiðendur Family Guy segjast ekki hafa gert þetta af ótta við að harða gagnrýni frá samfélaginu. Þeir hafi einfaldlega sjálfir þroskast með samfélaginu.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira