Fyrsta stiklan úr næstu Spider-Man mynd Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2019 14:27 Spider-Man mun fylgja í fótspor fjölda ungmenna og skella sér í Evrópureisu í sumar. Fyrsta stiklan úr næstu Spider-Man mynd hefur litið dagsins ljós. Myndin verður frumsýnd í júlí næstkomandi og vafalaust margir aðdáendur þessarar ofurhetju sem geta vart beðið.Þeir sem ekkert vilja vita um innihald myndarinnar eða næstu Marvel-mynda ættu ekki að lesa lengra. Stikluna má sjá hér fyrir neðan:Aukaviðvörun, hér fyrir neðan er umfjöllun sem getur spillt áhorfi næstu Marvel-mynda:Það á ýmislegt eftir að gerast áður en Peter Parker fær að sjást í Spider-Man: Far Frome Home. Enn á eftir að frumsýna myndina Captain Marvel, sem Brie Larson leikur, í mars næstkomandi en Marvel-menn hafa gefið út að um sé að ræða öflugustu Marvel-hetjuna sem mun hafa ýmislegt að segja um söguþráð næstu Avengers-myndarinnar sem hefur hefur hlotið nafnið Endgame og verður sýnd í apríl. Þeir sem sáu Avengers: Infinity War vita væntanlega að Peter Parker, eða Spider-Man, varð að dufti í lok þeirrar myndar ásamt milljöðrum annarra eftir að Thanos hafði lokið ætlunarverki sínu með því að smella fingrum sínum. Hvernig hetjurnar sem eftir lifðu ná að vinda ofan af þeim gjörningi er óljóst en ýmsir hafa nefnt að Captain Marvel gæti haft eitthvað um það að segja og jafnvel eitthvað form af tímaflakki. En þetta er þó allt á huldu sem stendur og fæst ekki endanlega svarað fyrr en í apríl. Eitt er víst að Peter Parker, leikinn af Tom Holland, mun aftur líta dagsins ljós og mætir sprelllifandi til leiks í Far From Home þar sem hann fer í ferðalag til Evrópu en hittir þar hann fyrir ofurnjósnarann Nick Fury, leikinn af Samuel L. Jackson, sem einnig varð að dufti í Infinity War, sem tilkynnir Parker að það sé verk að vinna. Í stiklunni virðist glitta í Sandmanninn og Vatnsmanninn, eða Hydro Man, en aðalskúrkurinn í myndinni er sagður Mysterio, leikinn af Jake Gyllenhaall. Hvort hann verður sannur skúrkur á þó eftir að koma í ljós en í stiklunni er honum lýst sem blöndu af Iron Man og Thor. Disney Tengdar fréttir Fyrsta stikla Avengers komin í loftið Myndin ber nafnið Avengers: Endgame. 7. desember 2018 13:46 Spuninn í Iron Man leiddi af sér eina farsælustu kvikmyndaseríu allra tíma Rýnt í hin miklu velgengni Avengers-myndanna. 2. maí 2018 15:30 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Fyrsta stiklan úr næstu Spider-Man mynd hefur litið dagsins ljós. Myndin verður frumsýnd í júlí næstkomandi og vafalaust margir aðdáendur þessarar ofurhetju sem geta vart beðið.Þeir sem ekkert vilja vita um innihald myndarinnar eða næstu Marvel-mynda ættu ekki að lesa lengra. Stikluna má sjá hér fyrir neðan:Aukaviðvörun, hér fyrir neðan er umfjöllun sem getur spillt áhorfi næstu Marvel-mynda:Það á ýmislegt eftir að gerast áður en Peter Parker fær að sjást í Spider-Man: Far Frome Home. Enn á eftir að frumsýna myndina Captain Marvel, sem Brie Larson leikur, í mars næstkomandi en Marvel-menn hafa gefið út að um sé að ræða öflugustu Marvel-hetjuna sem mun hafa ýmislegt að segja um söguþráð næstu Avengers-myndarinnar sem hefur hefur hlotið nafnið Endgame og verður sýnd í apríl. Þeir sem sáu Avengers: Infinity War vita væntanlega að Peter Parker, eða Spider-Man, varð að dufti í lok þeirrar myndar ásamt milljöðrum annarra eftir að Thanos hafði lokið ætlunarverki sínu með því að smella fingrum sínum. Hvernig hetjurnar sem eftir lifðu ná að vinda ofan af þeim gjörningi er óljóst en ýmsir hafa nefnt að Captain Marvel gæti haft eitthvað um það að segja og jafnvel eitthvað form af tímaflakki. En þetta er þó allt á huldu sem stendur og fæst ekki endanlega svarað fyrr en í apríl. Eitt er víst að Peter Parker, leikinn af Tom Holland, mun aftur líta dagsins ljós og mætir sprelllifandi til leiks í Far From Home þar sem hann fer í ferðalag til Evrópu en hittir þar hann fyrir ofurnjósnarann Nick Fury, leikinn af Samuel L. Jackson, sem einnig varð að dufti í Infinity War, sem tilkynnir Parker að það sé verk að vinna. Í stiklunni virðist glitta í Sandmanninn og Vatnsmanninn, eða Hydro Man, en aðalskúrkurinn í myndinni er sagður Mysterio, leikinn af Jake Gyllenhaall. Hvort hann verður sannur skúrkur á þó eftir að koma í ljós en í stiklunni er honum lýst sem blöndu af Iron Man og Thor.
Disney Tengdar fréttir Fyrsta stikla Avengers komin í loftið Myndin ber nafnið Avengers: Endgame. 7. desember 2018 13:46 Spuninn í Iron Man leiddi af sér eina farsælustu kvikmyndaseríu allra tíma Rýnt í hin miklu velgengni Avengers-myndanna. 2. maí 2018 15:30 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Spuninn í Iron Man leiddi af sér eina farsælustu kvikmyndaseríu allra tíma Rýnt í hin miklu velgengni Avengers-myndanna. 2. maí 2018 15:30
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein