Nýr fréttamiðill virðist vera á vegum Hatara Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 16. janúar 2019 16:16 Söngvarar Hatara í viðtali við Iceland Music News. Skjáskot Nú fyrir helgi dreifði hljómsveitin Hatari, sem á nýlega að hafa lagt upp laupana, einkaviðtali nýs, óþekkts fréttamiðils við sveitina. Vefsíðan sem um ræðir heitir Iceland Music News. Við nánari athugun kemur í ljós að einungis er að finna fréttir um Hatara á vefnum, auk þess að á honum kemur fram að hann er í eigu Svikamyllu ehf., en Svikamylla ehf. var rekstraraðili Hatara þar til stjórn hennar „ályktaði um starfslok sveitarinnar á aðalfundi félagsins“ í desember. Það liggur þó fyrir að sveitin kemur fram á hátíðinni Eurosonic í Hollandi í vikunni, svo sveitin virðist ekki dauð úr öllum æðum. Í „einkaviðtalinu“ eru Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, söngvarar sveitarinnar, spurðir út í ástæður þess að sveitin hafi lagt upp laupana. Þar hafi vegið þyngst að höfuðmarkmið þeirra, „að knésetja kapítalismann,“ hafi ekki tekist á tilsettum tíma. Þeir segjast í viðtalinu vilja sýna aðdáendum Hatara virðingu með því að stíga einlægir fram í opinberu viðtali. Fataval söngvaranna virðist þó úthugsað og sviðsett, og klappa þeir hvolpi á meðan þeir sitja uppstrílaðir fyrir svörum. Þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu þeirra við neysluhyggju telja þeir upp ýmis vörumerki sem þeim hugnast í viðtalinu en enda svo á að segjast stefna á að „knésetja kapítalismann innan veggja heimilisins“ héðan í frá. Menning Tónlist Tengdar fréttir Auglýsa Svikamyllu ehf. út um alla borg Hljómsveitin Hatari gefur út sína fyrstu EP-plötu á laugardaginn næstkomandi. Sveitin mun koma fram á Neysluvöku sama dag með Cyber, Kuldabola og russian.girls. Bak við viðburðinn er hið dularfulla félag Svikamylla ehf. 26. október 2017 10:45 Íslenskir tónlistarmenn í útrás Eurosonic tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi, hefst í næstu viku, nánar tiltekið, 16. -10. janúar. 10. janúar 2019 12:30 Hljómsveitin Hatari lýkur störfum um áramótin Hljómsveitin Hatari hyggst ljúka störfum um áramótin en stefnir þó á tónleika þann 28. desember sem eins konar lokahnykk í starfi sveitarinnar. 21. desember 2018 08:00 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Nú fyrir helgi dreifði hljómsveitin Hatari, sem á nýlega að hafa lagt upp laupana, einkaviðtali nýs, óþekkts fréttamiðils við sveitina. Vefsíðan sem um ræðir heitir Iceland Music News. Við nánari athugun kemur í ljós að einungis er að finna fréttir um Hatara á vefnum, auk þess að á honum kemur fram að hann er í eigu Svikamyllu ehf., en Svikamylla ehf. var rekstraraðili Hatara þar til stjórn hennar „ályktaði um starfslok sveitarinnar á aðalfundi félagsins“ í desember. Það liggur þó fyrir að sveitin kemur fram á hátíðinni Eurosonic í Hollandi í vikunni, svo sveitin virðist ekki dauð úr öllum æðum. Í „einkaviðtalinu“ eru Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, söngvarar sveitarinnar, spurðir út í ástæður þess að sveitin hafi lagt upp laupana. Þar hafi vegið þyngst að höfuðmarkmið þeirra, „að knésetja kapítalismann,“ hafi ekki tekist á tilsettum tíma. Þeir segjast í viðtalinu vilja sýna aðdáendum Hatara virðingu með því að stíga einlægir fram í opinberu viðtali. Fataval söngvaranna virðist þó úthugsað og sviðsett, og klappa þeir hvolpi á meðan þeir sitja uppstrílaðir fyrir svörum. Þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu þeirra við neysluhyggju telja þeir upp ýmis vörumerki sem þeim hugnast í viðtalinu en enda svo á að segjast stefna á að „knésetja kapítalismann innan veggja heimilisins“ héðan í frá.
Menning Tónlist Tengdar fréttir Auglýsa Svikamyllu ehf. út um alla borg Hljómsveitin Hatari gefur út sína fyrstu EP-plötu á laugardaginn næstkomandi. Sveitin mun koma fram á Neysluvöku sama dag með Cyber, Kuldabola og russian.girls. Bak við viðburðinn er hið dularfulla félag Svikamylla ehf. 26. október 2017 10:45 Íslenskir tónlistarmenn í útrás Eurosonic tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi, hefst í næstu viku, nánar tiltekið, 16. -10. janúar. 10. janúar 2019 12:30 Hljómsveitin Hatari lýkur störfum um áramótin Hljómsveitin Hatari hyggst ljúka störfum um áramótin en stefnir þó á tónleika þann 28. desember sem eins konar lokahnykk í starfi sveitarinnar. 21. desember 2018 08:00 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Auglýsa Svikamyllu ehf. út um alla borg Hljómsveitin Hatari gefur út sína fyrstu EP-plötu á laugardaginn næstkomandi. Sveitin mun koma fram á Neysluvöku sama dag með Cyber, Kuldabola og russian.girls. Bak við viðburðinn er hið dularfulla félag Svikamylla ehf. 26. október 2017 10:45
Íslenskir tónlistarmenn í útrás Eurosonic tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi, hefst í næstu viku, nánar tiltekið, 16. -10. janúar. 10. janúar 2019 12:30
Hljómsveitin Hatari lýkur störfum um áramótin Hljómsveitin Hatari hyggst ljúka störfum um áramótin en stefnir þó á tónleika þann 28. desember sem eins konar lokahnykk í starfi sveitarinnar. 21. desember 2018 08:00