Ákveðið að snúa aftur til gamalla tíma á Eistnaflugi Stefán Árni Pálsson skrifar 18. janúar 2019 15:00 Eistnaflug hefur verið vinsæl tónlistarhátíð undanfarin ár. Eistnaflug hefur tilkynnt fyrstu átta hljómsveitirnar sem koma munu fram á endurhvarfi hátíðarinnar til rótanna í Egilsbúð 10. – 13. júlí. Eins og margir vita er Eistnaflug fyrst og fremst þungarokkshátíð, þó hefur hún einnig getið sér orð fyrir að kynna til leiks tónlistarmenn sem spila allt frá elektrómúsík, yfir í popp yfir í indie. „Þetta árið ætlum við að hverfa aftur til upprunans og halda hátíðina í Egilsbúð, dæmigerðu félagsheimili sem hýsti hátíðina frá fyrsta skiptinu til og með árinu 2014. Á hátíðinni hafa komið fram allt frá litlum bílskúrsböndum upp í heimsfræga listamenn sem enginn hefði getað trúað að kæmu fram í litla fiskiþorpinu á Austfjörðum Íslands,“ segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Í upphafi Var Eistnaflug eins dags hátíð en gegnum tímann hefur hún þróast og stendur í ár, líkt og síðustu ár, yfir frá miðvikudegi til og með laugardegi. Síðustu ár hefur hún verið haldin í íþróttahöllinni í Neskaupstað en í ár var ákveðið að snúa aftur til gamalla tíma og halda hana í hitanum, þrengslunum og svitanum í Egilsbúð. Hljómsveitirnar sem staðfestar eru á Eistnaflug 2019 eru:Primordial (IRL), Nyrst (ISL), Volcanova (ISL), Úlfúð (ISL), Devine Defilement (ISL), Ottoman (ISL), Dynfari (ISL) og Sóstafir (ICELAND). Eistnaflug Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Eistnaflug hefur tilkynnt fyrstu átta hljómsveitirnar sem koma munu fram á endurhvarfi hátíðarinnar til rótanna í Egilsbúð 10. – 13. júlí. Eins og margir vita er Eistnaflug fyrst og fremst þungarokkshátíð, þó hefur hún einnig getið sér orð fyrir að kynna til leiks tónlistarmenn sem spila allt frá elektrómúsík, yfir í popp yfir í indie. „Þetta árið ætlum við að hverfa aftur til upprunans og halda hátíðina í Egilsbúð, dæmigerðu félagsheimili sem hýsti hátíðina frá fyrsta skiptinu til og með árinu 2014. Á hátíðinni hafa komið fram allt frá litlum bílskúrsböndum upp í heimsfræga listamenn sem enginn hefði getað trúað að kæmu fram í litla fiskiþorpinu á Austfjörðum Íslands,“ segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Í upphafi Var Eistnaflug eins dags hátíð en gegnum tímann hefur hún þróast og stendur í ár, líkt og síðustu ár, yfir frá miðvikudegi til og með laugardegi. Síðustu ár hefur hún verið haldin í íþróttahöllinni í Neskaupstað en í ár var ákveðið að snúa aftur til gamalla tíma og halda hana í hitanum, þrengslunum og svitanum í Egilsbúð. Hljómsveitirnar sem staðfestar eru á Eistnaflug 2019 eru:Primordial (IRL), Nyrst (ISL), Volcanova (ISL), Úlfúð (ISL), Devine Defilement (ISL), Ottoman (ISL), Dynfari (ISL) og Sóstafir (ICELAND).
Eistnaflug Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira