Bíó og sjónvarp

Fyrsta stiklan úr Arctic með Mads og Maríu þar sem Ísland er í aðalhlutverki

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mads og María fara með aðalhlutverkin.
Mads og María fara með aðalhlutverkin.
Nýjasta mynd danska leikarans Mads Mikkelsen verður frumsýnd í febrúar á þessu ári og ber hún heiti Arctic.

Myndin segir frá manni sem er fastur á norðurheimskautinu. Hann á von á því að vera bjargað en þegar styttist í björgunina kemur slys í veg fyrir að af henni verði.

Hann þarf að ákveða hvort hann eigi að halda til í búðum sínum þar sem hann er öruggur um sinn, eða leggja í mikla hættuför í von um að honum verði bjargað.

Kvikmyndin er öll tekin upp á Íslandi. Leikstjórinn er Joe Penna en Mads leikur aðalhlutverkið en næst stærsta hlutverkið er í höndum íslensku leikkonunnar Maríu Thelmu Smáradóttur. Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×