Louis Cole á leið til Íslands 7. janúar 2019 14:55 Cole lofar flottum tónleikum. Bandaríski tónlistarmaðurinn Louis Cole heldur tónleika í Hljómahöll þann 15. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hljómahöll. „Hann er álitinn einn af framúrstefnulegustu fönk trommurum heims í dag. Markmið hans með tónlist sinni er að tjá djúpar tilfinningar sínar en óhætt er að segja að tónlist hans sé mjög tilfinningarík. Louis Cole hefur gert ótal myndbönd við tónlist sína sem hafa orðið gríðarlega vinsæl á YouTube. Myndbönd við lögin Weird Part of The Night, Bank Account, Blimp, Thinking og F it up hafa samanlagt fengið margar milljónir áhorfa,“ segir í tilkynningunni. Myndböndin, sem eru sögð einkennast af miklum húmor, gripu meðal annars athygli meðlima hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers sem buðu honum að hita upp fyrir sig á hljómleikaferð þeirra um heiminn árið 2017. Haft er eftir Cole, sem er frá Los Angeles, að hann hafi lengi langað að sækja Ísland heim. „Landið virkar svo svalt og að halda tónleika þar er enn svalara. Ég lofa flottum tónleikum,“ segir Cole. Louis Cole er annar meðlimur hljómsveitarinnar Knower. Hann á lag í kvikmyndinni Lego Ninjago og hann hefur samið lög fyrir listamenn á borð við Thundercat, Seal, Janet Jackson og fleiri. Louis Cole gaf út plötuna Time í ágúst síðastliðnum „og hefur hún fengið einróma lof gagnrýnenda, má þar helst nefna Pitchfork, The 405 og The Line of Best Fit,“ segir í tilkynningunni. Auk Louis Cole mun tónlistarkonan Genevieve Artadi (meðlimur Knower) koma fram og hljómsveitin Moses Hightower. Tónleikarnir fara fram föstudagskvöldið 15. febrúar og hefjast kl. 20:00.Plötuna Time má heyra hér að neðan. Tónlist Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Topp fermingargjafirnar í ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Louis Cole heldur tónleika í Hljómahöll þann 15. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hljómahöll. „Hann er álitinn einn af framúrstefnulegustu fönk trommurum heims í dag. Markmið hans með tónlist sinni er að tjá djúpar tilfinningar sínar en óhætt er að segja að tónlist hans sé mjög tilfinningarík. Louis Cole hefur gert ótal myndbönd við tónlist sína sem hafa orðið gríðarlega vinsæl á YouTube. Myndbönd við lögin Weird Part of The Night, Bank Account, Blimp, Thinking og F it up hafa samanlagt fengið margar milljónir áhorfa,“ segir í tilkynningunni. Myndböndin, sem eru sögð einkennast af miklum húmor, gripu meðal annars athygli meðlima hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers sem buðu honum að hita upp fyrir sig á hljómleikaferð þeirra um heiminn árið 2017. Haft er eftir Cole, sem er frá Los Angeles, að hann hafi lengi langað að sækja Ísland heim. „Landið virkar svo svalt og að halda tónleika þar er enn svalara. Ég lofa flottum tónleikum,“ segir Cole. Louis Cole er annar meðlimur hljómsveitarinnar Knower. Hann á lag í kvikmyndinni Lego Ninjago og hann hefur samið lög fyrir listamenn á borð við Thundercat, Seal, Janet Jackson og fleiri. Louis Cole gaf út plötuna Time í ágúst síðastliðnum „og hefur hún fengið einróma lof gagnrýnenda, má þar helst nefna Pitchfork, The 405 og The Line of Best Fit,“ segir í tilkynningunni. Auk Louis Cole mun tónlistarkonan Genevieve Artadi (meðlimur Knower) koma fram og hljómsveitin Moses Hightower. Tónleikarnir fara fram föstudagskvöldið 15. febrúar og hefjast kl. 20:00.Plötuna Time má heyra hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Topp fermingargjafirnar í ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira