Sannkölluð áramótabomba 27. desember 2019 09:00 JÔLABLAà 2018 Berglind Hreiðarsdóttir Gotterà og gersemar terta Staður Berglind er mikið jólabarn og heldur í hefðir. Í ár ætlar hún þó að brjóta þær flestar og dvelja með fjölskyldu sinni og fleira vinafólki í Taílandi yfir jól og áramót. "Ég baka venjulega mikið fyrir jólin en því verður still„Þetta var áhugamál sem fór úr böndunum,“ segir Berglind og hlær, en hún bjó í fáein ár í Bandaríkjunum og sótti þar nokkur kökuskreytinganámskið. „Svo fóru vinir mínir og fólk í kringum mig að hvetja mig til að kenna sér. Þá stofnaði ég síðuna gotteri.is til að halda utan um kökuskreytinganámskeiðin. Ég sá þó fljótlega að eitthvað meira þyrfti að vera á síðunni og þá fór ég að setja inn uppskriftir. Fyrst bara með áherslu á sætindi en í dag snýst síðan meira um uppskriftir og veisluhugmyndir en námskeið, þó örfá slík séu haldin ár hvert.“ Þegar Berglind var beðin um að gefa uppskrift í Jólablað Fréttablaðsins var hún fljót að stökkva til. „Þegar maður vafrar um netið er maður með langan „bucket-lista“ enda sér maður alls konar sem mann langar að prófa. Ég var búin að fylgjast með Jamie Oliver baka svakalega tertu sem mig langaði mikið að búa til. Þar sem ég varð fertug í nóvember ákvað ég að slá tvær flugur í einu höggi, baka fyrir afmælið og jólablaðið.“ Hún segir uppskriftina ekki mjög flókna. „Þetta er meira dútl en erfiðast er að skera brownie-botninn í þrjá jafna hluta. Þeir sem vilja nánari lýsingu á gerð kökunnar geta skoðað myndband með Jamie Oliver á YouTube,“ segir Berglind sem ákvað að skreyta með súkkulaðivindlum og stjörnuljósum sem gerir tertuna að sannkallaðri áramótabombu. Fleiri uppskriftir frá Berglindi má finna á vefsíðu hennar, www.gotteri.is. Veisluterta Jamie Oliver Brownie-botnar 250 g smjör 150 g 70% súkkulaði 2 msk. ólífuolía 300 g sykur 6 egg 150 g hveiti 2 tsk. lyftiduft ¾ tsk. salt 4 msk. bökunarkakó Setjið smjör, súkkulaði, ólífuolíu og sykur saman í skál og bræðið yfir vatnsbaði þar til slétt og gljáandi, kælið þá í um 10 mínútur og flytjið yfir í hrærivélarskálina eða notið handþeytara. Bætið eggjunum saman við einu í einu og hrærið vel á milli. Sigtið þá að lokum hveiti, lyftiduft, salt og bökunarkakó út í blönduna og hrærið saman. Klæðið 20-23 cm form með bökunarpappír eftir að hafa spreyjað það með matarolíuspreyi, spreyið einnig matarolíu yfir bökunarpappírinn og hellið deiginu í formið. Bakið við 180°C í um 55-60 mínútur (miðað við 20 cm form) og kælið síðan í um 10 mínútur áður en þið lyftið kökunni upp á grind til að leyfa henni að kólna alveg. Þegar kakan er orðin köld má skera hana í þrjá þynnri botna og gott er að nota til þess kökuskera. Rice Krispies botnar 300 g suðusúkkulaði 75 g smjör 100 ml rjómi 1 msk. fljótandi hunang 130 g Rice Krispies Hitið súkkulaði, smjör, hunang og rjóma yfir vatnsbaði þar til blandan er bráðin, slétt og glansandi. Leyfið að kólna í að minnsta kosti 10-15 mínútur áður en Rice Krispies er hrært saman við með sleikju. Skiptið jafnt ofan á brownie-botnana þrjá. Frosting 4 eggjahvítur 6 msk. fljótandi hunang 200 g sykur ½ tsk. salt 2 tsk. Cream of tartar 2 tsk. vanilludropar Allt nema vanilludropar er sett í skál yfir vatnsbaði og pískað yfir meðalháum hita þar til sykurinn er uppleystur. Blandan er þá flutt yfir í hrærivélarskálina eða höfð yfir pottinum áfram og handþeytari notaður. Blandan er þeytt í um 5 mínútur, vanilludropum blandað saman við og þeytt aftur á meðalhraða þar til glansandi og stífir toppar hafa myndast. Birtist í Fréttablaðinu Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Berglind er mikið jólabarn og heldur í hefðir. Í ár ætlar hún þó að brjóta þær flestar og dvelja með fjölskyldu sinni og fleira vinafólki í Taílandi yfir jól og áramót. "Ég baka venjulega mikið fyrir jólin en því verður still„Þetta var áhugamál sem fór úr böndunum,“ segir Berglind og hlær, en hún bjó í fáein ár í Bandaríkjunum og sótti þar nokkur kökuskreytinganámskið. „Svo fóru vinir mínir og fólk í kringum mig að hvetja mig til að kenna sér. Þá stofnaði ég síðuna gotteri.is til að halda utan um kökuskreytinganámskeiðin. Ég sá þó fljótlega að eitthvað meira þyrfti að vera á síðunni og þá fór ég að setja inn uppskriftir. Fyrst bara með áherslu á sætindi en í dag snýst síðan meira um uppskriftir og veisluhugmyndir en námskeið, þó örfá slík séu haldin ár hvert.“ Þegar Berglind var beðin um að gefa uppskrift í Jólablað Fréttablaðsins var hún fljót að stökkva til. „Þegar maður vafrar um netið er maður með langan „bucket-lista“ enda sér maður alls konar sem mann langar að prófa. Ég var búin að fylgjast með Jamie Oliver baka svakalega tertu sem mig langaði mikið að búa til. Þar sem ég varð fertug í nóvember ákvað ég að slá tvær flugur í einu höggi, baka fyrir afmælið og jólablaðið.“ Hún segir uppskriftina ekki mjög flókna. „Þetta er meira dútl en erfiðast er að skera brownie-botninn í þrjá jafna hluta. Þeir sem vilja nánari lýsingu á gerð kökunnar geta skoðað myndband með Jamie Oliver á YouTube,“ segir Berglind sem ákvað að skreyta með súkkulaðivindlum og stjörnuljósum sem gerir tertuna að sannkallaðri áramótabombu. Fleiri uppskriftir frá Berglindi má finna á vefsíðu hennar, www.gotteri.is. Veisluterta Jamie Oliver Brownie-botnar 250 g smjör 150 g 70% súkkulaði 2 msk. ólífuolía 300 g sykur 6 egg 150 g hveiti 2 tsk. lyftiduft ¾ tsk. salt 4 msk. bökunarkakó Setjið smjör, súkkulaði, ólífuolíu og sykur saman í skál og bræðið yfir vatnsbaði þar til slétt og gljáandi, kælið þá í um 10 mínútur og flytjið yfir í hrærivélarskálina eða notið handþeytara. Bætið eggjunum saman við einu í einu og hrærið vel á milli. Sigtið þá að lokum hveiti, lyftiduft, salt og bökunarkakó út í blönduna og hrærið saman. Klæðið 20-23 cm form með bökunarpappír eftir að hafa spreyjað það með matarolíuspreyi, spreyið einnig matarolíu yfir bökunarpappírinn og hellið deiginu í formið. Bakið við 180°C í um 55-60 mínútur (miðað við 20 cm form) og kælið síðan í um 10 mínútur áður en þið lyftið kökunni upp á grind til að leyfa henni að kólna alveg. Þegar kakan er orðin köld má skera hana í þrjá þynnri botna og gott er að nota til þess kökuskera. Rice Krispies botnar 300 g suðusúkkulaði 75 g smjör 100 ml rjómi 1 msk. fljótandi hunang 130 g Rice Krispies Hitið súkkulaði, smjör, hunang og rjóma yfir vatnsbaði þar til blandan er bráðin, slétt og glansandi. Leyfið að kólna í að minnsta kosti 10-15 mínútur áður en Rice Krispies er hrært saman við með sleikju. Skiptið jafnt ofan á brownie-botnana þrjá. Frosting 4 eggjahvítur 6 msk. fljótandi hunang 200 g sykur ½ tsk. salt 2 tsk. Cream of tartar 2 tsk. vanilludropar Allt nema vanilludropar er sett í skál yfir vatnsbaði og pískað yfir meðalháum hita þar til sykurinn er uppleystur. Blandan er þá flutt yfir í hrærivélarskálina eða höfð yfir pottinum áfram og handþeytari notaður. Blandan er þeytt í um 5 mínútur, vanilludropum blandað saman við og þeytt aftur á meðalhraða þar til glansandi og stífir toppar hafa myndast.
Birtist í Fréttablaðinu Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira