Reimleikar og rómantík í Reykjavík Brynhildur Björnsdóttir skrifar 20. desember 2018 10:30 Hildur Knútsdóttir. Vísir/Villi Stundum eru titlar á bókum mjög gagnsæir og búa strax í fyrsta kafla til tengingu við söguna og söguheiminn, eitthvert reipi, vísbendingu eða vegvísi sem hægt er að halda sér í fyrstu skrefin gegnum bókina. Þannig er því ekki háttað með Ljónið því titillinn er nánast jafn leyndardómsfullur þegar nálgast lok bókar og í upphafi. En bara nánast … Sagan hefst í upphafi skólaárs þegar Kría sest í þriðja bekk í MR, nýflutt frá Akureyri. Hún er að byrja nýjan kafla í lífinu eftir erfiðleika en höfuðborgin tekur á móti henni með bros á vör og hún eignast vini og verður ástfangin. Gamalt sakamál skýtur upp kollinum og dularfullur einstaklingur kemur inn í líf hennar og skekkir heimsmyndina auk þess sem aðrar víddir og óræð hætta eru öðru hvoru gefnar lesandanum í skyn þó Kría sjálf fatti ekkert lengi framan af, skemmtileg frásagnaraðferð sem kinkar kolli til hefðar unglingahryllingsmynda.Ljónið er eftir Hildi Knútsdóttur.Lýsingarnar á lífi Kríu og vinkvenna hennar eru að mörgu leyti raunsæislegar en þó er ýmislegt sem truflar þá raunsæisskynjun. Kría á til dæmis einelti að baki og hefur alltaf verið einmana og það er eitthvað ólíklegt við það hvernig hún heillar aðalstelpurnar í árganginum áreynslulaust upp úr skónum og verður vinkona þeirra eins og ekkert sé. Einn af eftirsóttari strákunum í skólanum verður líka hrifinn af henni OG er næs gæi sem ber virðingu fyrir henni og þó Kría virðist vera ágætis stelpa og örugglega mjög sæt þá eru þessir átakalausu stórsigrar aðeins of góðir til að virka sannir. Þær vinkonurnar eiga líka alltaf nóg af peningum og stunda kaffi- og veitingahús grimmt. Í raunveruleikanum vinna flestir krakkar með skóla til að hafa efni á þess háttar lífsstíl en það er hvergi minnst á að þessar stúlkur geri það enda eiga þær nóg með námið, djammið og leynilögreglustörfin. Þetta eru samt bara smáatriðahnýtingar því í heild er Ljónið afskaplega vel skrifuð og heillandi bók. Einkum er draugagangi og yfirnáttúru gerð vel skil og kalt vatn aldrei langt frá skinni, hvað þá hörundi í þeim lýsingum. Sögusviðið er miðborg Reykjavíkur enda fara þær stöllur varla upp fyrir Klapparstíg í allri bókinni og borgin fær í meðförum Hildar töfrandi blæ, MR, Tjörnin og Hljómskálagarðurinn eru rómantískir staðir þar sem draumar rætast, ævintýrin gerast og fegurð ríkir. Umhverfismál og femínisma ber að sjálfsögðu á góma enda mest knýjandi samfélagsmál samtímans en í kringum þau ríkir bjartsýni, verkefnin eru til þess að leysa en ekki bogna undan skelfilegri framtíðarsýn. Ráðgátan er spennandi en aftur er aðeins of tilviljanakennt hvernig hún verður á vegi vinkvennanna. Það má hins vegar ekki gleyma því við lesturinn að Ljónið er fyrsta bókin í þríleik og lesendur eru skildir eftir með svo margar vísbendingar og mörgum spurningum ósvarað að það er erfitt að þurfa að bíða næstu bókar til næsta hausts. Á tímum Netflix og hámhorfs er nánast ofurmannlegt að gera þær kröfur til nokkurrar manneskju þegar spennustigið er svona hátt. En það er líka gaman að hlakka til.Niðurstaða: Ljónið er vel skrifuð, heillandi saga um unglingsstúlkur í reykvískum samtíma með dularfullum og spennandi undirtóni. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Stundum eru titlar á bókum mjög gagnsæir og búa strax í fyrsta kafla til tengingu við söguna og söguheiminn, eitthvert reipi, vísbendingu eða vegvísi sem hægt er að halda sér í fyrstu skrefin gegnum bókina. Þannig er því ekki háttað með Ljónið því titillinn er nánast jafn leyndardómsfullur þegar nálgast lok bókar og í upphafi. En bara nánast … Sagan hefst í upphafi skólaárs þegar Kría sest í þriðja bekk í MR, nýflutt frá Akureyri. Hún er að byrja nýjan kafla í lífinu eftir erfiðleika en höfuðborgin tekur á móti henni með bros á vör og hún eignast vini og verður ástfangin. Gamalt sakamál skýtur upp kollinum og dularfullur einstaklingur kemur inn í líf hennar og skekkir heimsmyndina auk þess sem aðrar víddir og óræð hætta eru öðru hvoru gefnar lesandanum í skyn þó Kría sjálf fatti ekkert lengi framan af, skemmtileg frásagnaraðferð sem kinkar kolli til hefðar unglingahryllingsmynda.Ljónið er eftir Hildi Knútsdóttur.Lýsingarnar á lífi Kríu og vinkvenna hennar eru að mörgu leyti raunsæislegar en þó er ýmislegt sem truflar þá raunsæisskynjun. Kría á til dæmis einelti að baki og hefur alltaf verið einmana og það er eitthvað ólíklegt við það hvernig hún heillar aðalstelpurnar í árganginum áreynslulaust upp úr skónum og verður vinkona þeirra eins og ekkert sé. Einn af eftirsóttari strákunum í skólanum verður líka hrifinn af henni OG er næs gæi sem ber virðingu fyrir henni og þó Kría virðist vera ágætis stelpa og örugglega mjög sæt þá eru þessir átakalausu stórsigrar aðeins of góðir til að virka sannir. Þær vinkonurnar eiga líka alltaf nóg af peningum og stunda kaffi- og veitingahús grimmt. Í raunveruleikanum vinna flestir krakkar með skóla til að hafa efni á þess háttar lífsstíl en það er hvergi minnst á að þessar stúlkur geri það enda eiga þær nóg með námið, djammið og leynilögreglustörfin. Þetta eru samt bara smáatriðahnýtingar því í heild er Ljónið afskaplega vel skrifuð og heillandi bók. Einkum er draugagangi og yfirnáttúru gerð vel skil og kalt vatn aldrei langt frá skinni, hvað þá hörundi í þeim lýsingum. Sögusviðið er miðborg Reykjavíkur enda fara þær stöllur varla upp fyrir Klapparstíg í allri bókinni og borgin fær í meðförum Hildar töfrandi blæ, MR, Tjörnin og Hljómskálagarðurinn eru rómantískir staðir þar sem draumar rætast, ævintýrin gerast og fegurð ríkir. Umhverfismál og femínisma ber að sjálfsögðu á góma enda mest knýjandi samfélagsmál samtímans en í kringum þau ríkir bjartsýni, verkefnin eru til þess að leysa en ekki bogna undan skelfilegri framtíðarsýn. Ráðgátan er spennandi en aftur er aðeins of tilviljanakennt hvernig hún verður á vegi vinkvennanna. Það má hins vegar ekki gleyma því við lesturinn að Ljónið er fyrsta bókin í þríleik og lesendur eru skildir eftir með svo margar vísbendingar og mörgum spurningum ósvarað að það er erfitt að þurfa að bíða næstu bókar til næsta hausts. Á tímum Netflix og hámhorfs er nánast ofurmannlegt að gera þær kröfur til nokkurrar manneskju þegar spennustigið er svona hátt. En það er líka gaman að hlakka til.Niðurstaða: Ljónið er vel skrifuð, heillandi saga um unglingsstúlkur í reykvískum samtíma með dularfullum og spennandi undirtóni.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira