Loka tveimur verksmiðjum Finnur Orri Thorlacius skrifar 20. desember 2018 10:00 Frá höfuðstöðvum Fiat Chrysler Automobiles. Það verður gott jólafríið sem starfsmenn fá í tveimur verksmiðjum sem Fiat Chrysler Automobiles starfrækir í Bandaríkjunum. Þar eru framleiddir Chrysler 300, Dodge Challenger, Dodge Charger og RAM 1500 pallbíllinn. Ástæðan fyrir lokununum er dræm sala sumra bílanan, sala Dodge Charger hefur t.d. fallið um 11% á þessu ári samanborið við fyrra ár. Sala Chrysler 300 hefur fallið um 5,3% á árinu. Öðru máli gegnir um margar aðrar bílgerðir Fiat Chrysler, en þar sem Jeep Wrangler er framleiddur sem og Jeep Grand Cherokee og Dodge Durango verður unnið yfir hátíðarnar, enda er salan á öllum þessum bílgerðum einkar góð. Unnið verður í verksmiðjunum 23., 24., 27. og 28. desember og því lítið jólafrí hjá þeim starfsmönnum sem þar vinna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent
Það verður gott jólafríið sem starfsmenn fá í tveimur verksmiðjum sem Fiat Chrysler Automobiles starfrækir í Bandaríkjunum. Þar eru framleiddir Chrysler 300, Dodge Challenger, Dodge Charger og RAM 1500 pallbíllinn. Ástæðan fyrir lokununum er dræm sala sumra bílanan, sala Dodge Charger hefur t.d. fallið um 11% á þessu ári samanborið við fyrra ár. Sala Chrysler 300 hefur fallið um 5,3% á árinu. Öðru máli gegnir um margar aðrar bílgerðir Fiat Chrysler, en þar sem Jeep Wrangler er framleiddur sem og Jeep Grand Cherokee og Dodge Durango verður unnið yfir hátíðarnar, enda er salan á öllum þessum bílgerðum einkar góð. Unnið verður í verksmiðjunum 23., 24., 27. og 28. desember og því lítið jólafrí hjá þeim starfsmönnum sem þar vinna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent