Tónlist

Föstudagsplaylisti Anda

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Listinn að þessu sinni er í formi andagiftar.
Listinn að þessu sinni er í formi andagiftar. vísir/aðsend
Andi, sem heitir réttu nafni Andri Eyjólfsson, spígsporaði kæruleysislega fram á sjónarsviðið árið 2016 með sína fyrstu plötu í farteskinu. Hún vakti verðskuldaða athygli á meðan Andi valsaði blístrandi áfram. Til að mynda var hún valin næstbesta plata ársins af Straumi.

Í ár gaf hann svo út plötuna Allt í einu sem heldur hlustandanum á fleygiferð eftir sömu afslöppuðu ítölsku diskókappakstursbrautinni og fyrri platan. Hún toppaði svo fyrirrennara sinn og var valin besta plata ársins hjá Straumi.

„Listinn er tvískiptur,“ sagði Andri um lagasamsetninguna, „en öll lögin eiga það sameiginlegt að hverfast í kringum teknótónlist.“

Laugardaginn 29. desember hitar Andri tvívegis upp fyrir Grísalappalísu á Húrra, fyrst með dularfullu hljómsveitinni Ryba, og síðan sem Andi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×