Myndin er talin það slæmt að hún var metin algjörlega rotin á vef Rotten Tomatoes þegar fyrstu dómar birtust. Gagnrýnendur fengu ekki að sjá myndina áður en hún var frumsýnd á jóladag en eftir að hún hafði verið tekin til almennra sýninga hefur hún hækkað úr 0 í fjögur prósent á vefnum.
Tvær aðrar myndir hafa fengið jafn slæma útreið frá gagnrýnendum í ár. Það eru myndirnar London Fields, með Amber Heard í aðalhlutverki, og John Travolta-myndin Gotti.
Gagnrýnendur hafa sagt Holmes og Watson ömurlega ófyndna, heiladauða og hreinlega leiðinlega.
Myndin skartar nokkrum leikurum í aukahlutverkum sem hafa notið mikillar velgengni, þar á meðal Hugh Laurie, Ralph Fiennes og Steve Coogan.