Vinnum saman gegn fíknivandanum Vörður Leví Traustason skrifar 28. desember 2018 08:00 Ár er síðan greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra benti á að aðgangur að sterkum fíkniefnum væri að aukast og myndi kosta fjölda manns lífið. Á sama tíma berast fréttir af því að 20% háskólanema hafi notað örvandi lyf sem hafi verið ávísað á einhvern annan. Aldrei hefur verið meiri þörf fyrir að efla þau meðferðarúrræði sem fólki með fíknivanda býðst hér á landi. Frá því að fyrstu skjólstæðingarnir komu í meðferð Samhjálpar í bílskúr á Sogaveginum fyrir 45 árum hafa tugþúsundir einstaklinga fengið hjálp og stuðning frá samtökunum til að takast á við fíknivanda sinn. Í tillögum sem starfshópur heilbrigðisráðherra skilaði árið 2016 var meðal annars lagt til að fjölgað yrði afeitrunarplássum á sjúkrahúsum, tryggð fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir ólíka hópa og að settar yrðu lágmarkskröfur um gæði og innihald meðferðar, framvindu og árangur. Þá yrði tillit tekið til einstaklingsmiðaðrar meðferðar, kyns og aldurs, komið á samráðsvettvangi og rannsóknir og forvarnastarf eflt. Við viljum gera okkar til að þetta geti orðið að raunveruleika. Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á nýja byggingu á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti sem rúmar fjölnotasal, aðstöðu fyrir lækni og hjúkrunarfræðinga og eldhús í fallegri náttúru Mosfellsdalsins og verður það vígt 31. janúar nk. Húsið tengir saman eldri byggingar sem hýsa herbergi heimilismanna. Geta 30 einstaklingar, 10 konur og 20 karlar, verið í meðferð hverju sinni að lokinni afeitrun á sjúkrahúsi. Draumurinn er að fjölga meðferðarrýmum upp í 40 og efla og bæta þjónustuna með aukinni fjölbreytni í meðferðarúrræðum þ.m.t. þjónustu félagsráðgjafa og sálfræðinga í góðu samstarfi við aðra sem sinna einstaklingum sem glíma við fíkn, áföll og geðræna sjúkdóma. Samhjálp rekur einnig eftirmeðferðarheimili þar sem um 55 einstaklingar geta búið í um tvö ár og verið í áframhaldandi meðferð. Þá er Kaffistofa Samhjálpar rekin í Borgartúni 1 þar sem opið er alla daga ársins og um 67.000 máltíðir eru gefnar á ári. Tökum höndum saman gegn þeirri miklu vá sem fíkn er í samfélagi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Ár er síðan greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra benti á að aðgangur að sterkum fíkniefnum væri að aukast og myndi kosta fjölda manns lífið. Á sama tíma berast fréttir af því að 20% háskólanema hafi notað örvandi lyf sem hafi verið ávísað á einhvern annan. Aldrei hefur verið meiri þörf fyrir að efla þau meðferðarúrræði sem fólki með fíknivanda býðst hér á landi. Frá því að fyrstu skjólstæðingarnir komu í meðferð Samhjálpar í bílskúr á Sogaveginum fyrir 45 árum hafa tugþúsundir einstaklinga fengið hjálp og stuðning frá samtökunum til að takast á við fíknivanda sinn. Í tillögum sem starfshópur heilbrigðisráðherra skilaði árið 2016 var meðal annars lagt til að fjölgað yrði afeitrunarplássum á sjúkrahúsum, tryggð fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir ólíka hópa og að settar yrðu lágmarkskröfur um gæði og innihald meðferðar, framvindu og árangur. Þá yrði tillit tekið til einstaklingsmiðaðrar meðferðar, kyns og aldurs, komið á samráðsvettvangi og rannsóknir og forvarnastarf eflt. Við viljum gera okkar til að þetta geti orðið að raunveruleika. Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á nýja byggingu á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti sem rúmar fjölnotasal, aðstöðu fyrir lækni og hjúkrunarfræðinga og eldhús í fallegri náttúru Mosfellsdalsins og verður það vígt 31. janúar nk. Húsið tengir saman eldri byggingar sem hýsa herbergi heimilismanna. Geta 30 einstaklingar, 10 konur og 20 karlar, verið í meðferð hverju sinni að lokinni afeitrun á sjúkrahúsi. Draumurinn er að fjölga meðferðarrýmum upp í 40 og efla og bæta þjónustuna með aukinni fjölbreytni í meðferðarúrræðum þ.m.t. þjónustu félagsráðgjafa og sálfræðinga í góðu samstarfi við aðra sem sinna einstaklingum sem glíma við fíkn, áföll og geðræna sjúkdóma. Samhjálp rekur einnig eftirmeðferðarheimili þar sem um 55 einstaklingar geta búið í um tvö ár og verið í áframhaldandi meðferð. Þá er Kaffistofa Samhjálpar rekin í Borgartúni 1 þar sem opið er alla daga ársins og um 67.000 máltíðir eru gefnar á ári. Tökum höndum saman gegn þeirri miklu vá sem fíkn er í samfélagi okkar.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun