Halldóra í skýjunum að Halla verði ekki leikin af kynbombu Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2018 11:30 Jodie Foster mun leika Höllu sem Halldóra Geirharðsdóttir gerði svo vel í kvikmyndinni Kona fer í stríð. Bandaríska kvikmyndagerðarkonan Jodie Foster mun leikstýra og fara með aðahlutverkið í bandarískri endurgerð myndarinnar Kona fer í stríð. Greint er frá þessu á vef Deadline en Kona fer í stríð er mynd leikstjórans Benedikts Erlingssonar þar sem Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið. Halldóra Geirharðs var á línunni í Bítinu í morgun. „Jodie Foster, hana langar að vera ég,“ sagði Halldóra til að byrja með og er hún greinilega mjög spennt fyrir þessu öllu. „Þegar ég las þetta handrit á sínum tíma hugsaði ég að einhver stórleikkona í Hollywood myndi vilja kaupa það og leika í myndinni því það eru svo sjaldan svona stórar rullur fyrir leikkonur. Svo var ég alltaf að hugsa hver myndir vilja kaupa þetta, því ég var alveg með það á hreinu að það myndi einhver ger það. Svo er ég svo glöð að það var Jodie því hún er sú eina sem er ekki svona kynbomba.“Ekkert kynlíf og enginn deyr Halldóra segir að það passi einstaklega vel við söguna hvað Jodie Foster er alvöru. „Það getur verið mjög þreytandi fyrir leikkonur að sjá bíómyndir með góðum leikkonum en alltaf þurfa þær að vera eitthvað voða sexý, því það á ekkert alltaf við. Í þessari sögu er ekkert ofbeldi, það deyr enginn og það er ekkert kynlíf. Samt er þetta geggjað spennandi mynd og skemmtileg.“ Hún segir að viðræður við Jodie Foster hafi hafist í byrjun nóvember en þá hafi Benedikt Erlingsson sent Halldóru mynd af sér með nýju bestu vinkonu hans. Þá var Benni staddur í Los Angeles og ræddi við Jodie Foster. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Halldóru en þar talar hún einnig um hvernig það hafi verið að leika Höllu. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Auður Ava er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. 31. október 2018 13:04 Kona fer í stríð verðlaunuð af Evrópuþinginu Benedikt Erlingsson leikstjóri hlaut í dag LUX kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins við hátíðlega athöfn í Evrópuþinginu í Strassborg fyrir kvikmynd sína, Kona fer í stríð. 14. nóvember 2018 13:18 Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður. 21. ágúst 2018 13:34 „Ég get ekki beðið eftir að leika Höllu“ Jodie Foster endurgerir myndina Kona fer í stríð. 10. desember 2018 23:06 Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bandaríska kvikmyndagerðarkonan Jodie Foster mun leikstýra og fara með aðahlutverkið í bandarískri endurgerð myndarinnar Kona fer í stríð. Greint er frá þessu á vef Deadline en Kona fer í stríð er mynd leikstjórans Benedikts Erlingssonar þar sem Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið. Halldóra Geirharðs var á línunni í Bítinu í morgun. „Jodie Foster, hana langar að vera ég,“ sagði Halldóra til að byrja með og er hún greinilega mjög spennt fyrir þessu öllu. „Þegar ég las þetta handrit á sínum tíma hugsaði ég að einhver stórleikkona í Hollywood myndi vilja kaupa það og leika í myndinni því það eru svo sjaldan svona stórar rullur fyrir leikkonur. Svo var ég alltaf að hugsa hver myndir vilja kaupa þetta, því ég var alveg með það á hreinu að það myndi einhver ger það. Svo er ég svo glöð að það var Jodie því hún er sú eina sem er ekki svona kynbomba.“Ekkert kynlíf og enginn deyr Halldóra segir að það passi einstaklega vel við söguna hvað Jodie Foster er alvöru. „Það getur verið mjög þreytandi fyrir leikkonur að sjá bíómyndir með góðum leikkonum en alltaf þurfa þær að vera eitthvað voða sexý, því það á ekkert alltaf við. Í þessari sögu er ekkert ofbeldi, það deyr enginn og það er ekkert kynlíf. Samt er þetta geggjað spennandi mynd og skemmtileg.“ Hún segir að viðræður við Jodie Foster hafi hafist í byrjun nóvember en þá hafi Benedikt Erlingsson sent Halldóru mynd af sér með nýju bestu vinkonu hans. Þá var Benni staddur í Los Angeles og ræddi við Jodie Foster. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Halldóru en þar talar hún einnig um hvernig það hafi verið að leika Höllu.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Auður Ava er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. 31. október 2018 13:04 Kona fer í stríð verðlaunuð af Evrópuþinginu Benedikt Erlingsson leikstjóri hlaut í dag LUX kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins við hátíðlega athöfn í Evrópuþinginu í Strassborg fyrir kvikmynd sína, Kona fer í stríð. 14. nóvember 2018 13:18 Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður. 21. ágúst 2018 13:34 „Ég get ekki beðið eftir að leika Höllu“ Jodie Foster endurgerir myndina Kona fer í stríð. 10. desember 2018 23:06 Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Auður Ava er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. 31. október 2018 13:04
Kona fer í stríð verðlaunuð af Evrópuþinginu Benedikt Erlingsson leikstjóri hlaut í dag LUX kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins við hátíðlega athöfn í Evrópuþinginu í Strassborg fyrir kvikmynd sína, Kona fer í stríð. 14. nóvember 2018 13:18
Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður. 21. ágúst 2018 13:34
„Ég get ekki beðið eftir að leika Höllu“ Jodie Foster endurgerir myndina Kona fer í stríð. 10. desember 2018 23:06
Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11