Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Anton Ingi Leifsson skrifar 12. desember 2018 19:45 Arnór fagnar markinu í kvöld. Vísir/Getty Arnór Sigurðsson skoraði eitt mark og lagði upp annað er CSKA Moskva vann 3-0 frækinn sigur á Real Madrid á Bernabeu í viðureign liðanna í G-riðli Meistaradeildarinnar. Fyrir leikinn var ljóst að CSKA gæti ekki tryggt sér sæti í 16-liða úrslitunum Meistardeildarinnar en með hagstæðum úrslitum gat liðið komið sér í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Gestirnir frá Moskvu voru síst lakari aðilinn í fyrri hálfleik og eftir undirbúning Arnórs var það Fedor Chalov sem kom gestunum yfir á 37. mínútu. Sex mínútum síðar var staðan orðinn 2-0. Þá skoraði Georgi Shchennikov og gestirnir frá Moskvu voru tveimur mörkum yfir er leikmenn gengu til búningsherbergja. Sýningu Moskvu-manna var ekki lokið því það var Skagamaðurinn Arnór sem rak síðasta naglann í kistu Real í kvöld er hann skoraði með laglegu skoti úr miðjum teignum eftir sendingu Nikola Vlasic. Hörður Björgvin Magnússon stóð vaktina allan tímann í vörn CSKA og gerði það vel. Arnóri var skipt af velli er fimm sekúndur voru eftir af leiknum en mögnuð frammistaða hans á einu stærsta sviði fótboltans. Lokatölur 3-0 sigur CSKA sem hefði farið í Evrópudeildina ef Roma myndi ná stigi eða stigum af Viktoria Plzen er liðin mættust í Tékklandi. Jan Kovarik kom Plzen yfir á 62. mínútu en sex mínútum síðar jafnaði Tyrkinn Cengiz Under. Aftur komust Tékkarnir yfir á 72. mínútu með marki Tomas Chory og lokatölur 2-1 sigur Plzen. Real endar því á toppi riðilsins með tólf stig, Roma í öðru með níu, Plzen í þriðja með sjö vegna þess að þeir höfðu betur í innbyrðisviðureignum gegn CSKA sem endar í fjórða sætinu. Afar athyglisvert að CSKA endi með sjö stig í riðlinum en sex af þessum sjö stigum liðsins komu gegn Evrópumeisturunum í Real Madrid. Mark Arnórs frá því í kvöld má sjá hér að neðan. Meistaradeild Evrópu
Arnór Sigurðsson skoraði eitt mark og lagði upp annað er CSKA Moskva vann 3-0 frækinn sigur á Real Madrid á Bernabeu í viðureign liðanna í G-riðli Meistaradeildarinnar. Fyrir leikinn var ljóst að CSKA gæti ekki tryggt sér sæti í 16-liða úrslitunum Meistardeildarinnar en með hagstæðum úrslitum gat liðið komið sér í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Gestirnir frá Moskvu voru síst lakari aðilinn í fyrri hálfleik og eftir undirbúning Arnórs var það Fedor Chalov sem kom gestunum yfir á 37. mínútu. Sex mínútum síðar var staðan orðinn 2-0. Þá skoraði Georgi Shchennikov og gestirnir frá Moskvu voru tveimur mörkum yfir er leikmenn gengu til búningsherbergja. Sýningu Moskvu-manna var ekki lokið því það var Skagamaðurinn Arnór sem rak síðasta naglann í kistu Real í kvöld er hann skoraði með laglegu skoti úr miðjum teignum eftir sendingu Nikola Vlasic. Hörður Björgvin Magnússon stóð vaktina allan tímann í vörn CSKA og gerði það vel. Arnóri var skipt af velli er fimm sekúndur voru eftir af leiknum en mögnuð frammistaða hans á einu stærsta sviði fótboltans. Lokatölur 3-0 sigur CSKA sem hefði farið í Evrópudeildina ef Roma myndi ná stigi eða stigum af Viktoria Plzen er liðin mættust í Tékklandi. Jan Kovarik kom Plzen yfir á 62. mínútu en sex mínútum síðar jafnaði Tyrkinn Cengiz Under. Aftur komust Tékkarnir yfir á 72. mínútu með marki Tomas Chory og lokatölur 2-1 sigur Plzen. Real endar því á toppi riðilsins með tólf stig, Roma í öðru með níu, Plzen í þriðja með sjö vegna þess að þeir höfðu betur í innbyrðisviðureignum gegn CSKA sem endar í fjórða sætinu. Afar athyglisvert að CSKA endi með sjö stig í riðlinum en sex af þessum sjö stigum liðsins komu gegn Evrópumeisturunum í Real Madrid. Mark Arnórs frá því í kvöld má sjá hér að neðan.