Sunna Ben velur plötur ársins 2018 Stefán Árni Pálsson skrifar 17. desember 2018 17:00 Sunna Ben þekkir vinsæla og góða tónlist betur en flestir. Fjölmargar plötur komu út á árinu 2018 og slógu margar þeirra rækilega í gegn. Vísir mun á næstu dögum ræða við tónlistarspekinga og hafa þeir allir valið þrjá bestu innlendu plötur ársins og þrjár bestu erlendu plötur ársins 2018. Plötusnúðurinn, teiknarinn og samfélagsmiðlasnillingurinn Sunna Ben hefur tekið saman sex plötur sem þóttu skara fram úr á árinu.Íslenskar plötur ársins:1. Dream Wife - Dream Wife Ég hef oft óskað þess að þessi plata hefði komið út svona 10 árum fyrr, hún er svo nákvæmlega það sem mig vantaði þegar ég var unglingur að þenja Hole, Garbage og Kitte til skiptis í vasageislaspilaranum mínum. Sjúklega öflug, fáránlega skemmtileg og sneisafull af „attitjúdi“. Ég er enn að bíða eftir að fá leið á henni eftir ótalmargar spilanir, það gerist sennilega ekki úr þessu.2. Arnar Úlfur - Hasarlífsstíll Arnar er virkilega skemmtilegur rappari og svo auðheyranlega góður í íslensku, það eru fáir íslenskir rapparar sem nota tungumálið á sama hátt og hann, en mér finnst það sjúklega skemmtilegt. Platan vakti mikla lukku heima hjá mér en hefur ekki síður nýst vel í ræktinni, gott undirspil við lyftingar, þar sem hún er bæði mjög skemmtileg og passlega aggresíf. Hápunkturinn að mínu mati er Falafel, enda blundar í mér bitch.3. Herra Hnetusmjör - KBE kynnir: hetjan úr hverfinu Það að kveikja á þessari plötu er svo gott sem jafngildi þess að mæta í partý, nema hvað maður getur gert það heiman frá sér…undan teppi, í náttfötunum, þó maður sé komin átta mánuði á leið (ég er að skrifa af reynslu hér). Partýplata ársins og Upp til hópa mögulega lag ársins.Erlendar plötur ársins: 1. Cardi B - Invasion of privacy Ég er búin að spila þessa plötu svo mikið, bæði heima fyrir og úr DJ búrinu að ég ætlaði varla að trúa því að það sé ekki lengra síðan hún kom út. En mikil ósköp er hún vel heppnuð og það er magnað hvað hún snertir á mörgu, dansar upp og niður allan tilfinningaskalann áreynslulaust. Cardi B er hæglega uppáhalds rapparinn minn þessa dagana og þessi plata ein sú allra besta.2. Vince Staples - FM! Ég er forfallinn Vince Staples grúppía og finnst nú flest allt sem hann gerir skemmtilegra heldur en flest allt annað. Þessari plötu er stillt upp eins og útvarpsþætti sem er skrítið fyrst, en venst ágætlega. FUN! er klárlega eitt af betri lögum ársins og myndbandið engu síðra, en það eru talsvert fleiri gullmolar á plötunni.3. Nicki Minaj - Queen Ég er búin að vera á Nicki lestinni í hátt í 10 ár, með stuttri pásu þegar hún sökkti sér í sykursætasta poppið þarna fyrir nokkrum árum að vísu - en á Queen er það deginum ljósara að drottningin sjálf mætt aftur. Nicki er alveg stórkostlega skemmtilegur rappari og það er aðal áherslan á þessari plötu, minna popp, meira gangsterrap, nákvæmlega það sem ég hefði óskað mér að heyra frá henni. Barbie dreams og Chun-Li eru ofarlega á lista yfir bestu lög ársins hérna megin. Fréttir ársins 2018 Tónlist Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Fjölmargar plötur komu út á árinu 2018 og slógu margar þeirra rækilega í gegn. Vísir mun á næstu dögum ræða við tónlistarspekinga og hafa þeir allir valið þrjá bestu innlendu plötur ársins og þrjár bestu erlendu plötur ársins 2018. Plötusnúðurinn, teiknarinn og samfélagsmiðlasnillingurinn Sunna Ben hefur tekið saman sex plötur sem þóttu skara fram úr á árinu.Íslenskar plötur ársins:1. Dream Wife - Dream Wife Ég hef oft óskað þess að þessi plata hefði komið út svona 10 árum fyrr, hún er svo nákvæmlega það sem mig vantaði þegar ég var unglingur að þenja Hole, Garbage og Kitte til skiptis í vasageislaspilaranum mínum. Sjúklega öflug, fáránlega skemmtileg og sneisafull af „attitjúdi“. Ég er enn að bíða eftir að fá leið á henni eftir ótalmargar spilanir, það gerist sennilega ekki úr þessu.2. Arnar Úlfur - Hasarlífsstíll Arnar er virkilega skemmtilegur rappari og svo auðheyranlega góður í íslensku, það eru fáir íslenskir rapparar sem nota tungumálið á sama hátt og hann, en mér finnst það sjúklega skemmtilegt. Platan vakti mikla lukku heima hjá mér en hefur ekki síður nýst vel í ræktinni, gott undirspil við lyftingar, þar sem hún er bæði mjög skemmtileg og passlega aggresíf. Hápunkturinn að mínu mati er Falafel, enda blundar í mér bitch.3. Herra Hnetusmjör - KBE kynnir: hetjan úr hverfinu Það að kveikja á þessari plötu er svo gott sem jafngildi þess að mæta í partý, nema hvað maður getur gert það heiman frá sér…undan teppi, í náttfötunum, þó maður sé komin átta mánuði á leið (ég er að skrifa af reynslu hér). Partýplata ársins og Upp til hópa mögulega lag ársins.Erlendar plötur ársins: 1. Cardi B - Invasion of privacy Ég er búin að spila þessa plötu svo mikið, bæði heima fyrir og úr DJ búrinu að ég ætlaði varla að trúa því að það sé ekki lengra síðan hún kom út. En mikil ósköp er hún vel heppnuð og það er magnað hvað hún snertir á mörgu, dansar upp og niður allan tilfinningaskalann áreynslulaust. Cardi B er hæglega uppáhalds rapparinn minn þessa dagana og þessi plata ein sú allra besta.2. Vince Staples - FM! Ég er forfallinn Vince Staples grúppía og finnst nú flest allt sem hann gerir skemmtilegra heldur en flest allt annað. Þessari plötu er stillt upp eins og útvarpsþætti sem er skrítið fyrst, en venst ágætlega. FUN! er klárlega eitt af betri lögum ársins og myndbandið engu síðra, en það eru talsvert fleiri gullmolar á plötunni.3. Nicki Minaj - Queen Ég er búin að vera á Nicki lestinni í hátt í 10 ár, með stuttri pásu þegar hún sökkti sér í sykursætasta poppið þarna fyrir nokkrum árum að vísu - en á Queen er það deginum ljósara að drottningin sjálf mætt aftur. Nicki er alveg stórkostlega skemmtilegur rappari og það er aðal áherslan á þessari plötu, minna popp, meira gangsterrap, nákvæmlega það sem ég hefði óskað mér að heyra frá henni. Barbie dreams og Chun-Li eru ofarlega á lista yfir bestu lög ársins hérna megin.
Fréttir ársins 2018 Tónlist Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira