Bíó og sjónvarp

Kona fer í stríð á ekki möguleika á Óskarstilnefningu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Halldóra Geirharðsdóttir sést hér í hlutverki kórstjórans Höllu. Í síðustu viku var hún tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir leik sinn.
Halldóra Geirharðsdóttir sést hér í hlutverki kórstjórans Höllu. Í síðustu viku var hún tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir leik sinn.
Kvikmyndin Kona fer í stríð mun ekki vera tilnefnd til Óskarsverðlauna, en hún náði ekki í gegnum niðurskurð í flokki erlendra kvikmynda. Myndin var framlag Íslands til verðlaunanna.

Á vef Óskarsakademíunnar segir að níu myndir muni halda áfram í forvali um bestu erlendu kvikmyndina, en alls voru 87 myndir sendar inn í flokknum og þurftu meðlimir akademíunnar að sjá allar myndirnar áður en atkvæðaseðill var sendur inn.

Myndirnar níu sem koma til greina eru:

Brids of Passage frá Kólumbíu, The Guilty frá Danmörku, hin þýska Never Look Away, Shoplifters frá Japan, Ayka frá Kasakstan, Capernaum frá Lebanon, hin mexíkóska Roma, Cold War frá Póllandi og Burning frá Suður-Kóreu.

Á vef Óskarsins má sjá stuttlista fyrir nokkra flokka verðlaunanna, svo sem fyrir bestu heimildarmyndina, bestu stuttu heimildarmyndina, fyrir gervi og hár, tónlist, stuttmynd í flokki teiknimynda og tæknibrellur.


Tengdar fréttir

Kona fer í stríð verðlaunuð af Evrópuþinginu

Benedikt Erlingsson leikstjóri hlaut í dag LUX kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins við hátíðlega athöfn í Evrópuþinginu í Strassborg fyrir kvikmynd sína, Kona fer í stríð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.