Ósáttir undirbúa hópmálsókn vegna Fallout 76 Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 08:00 Auglýsingin sem um ræðir. Taskan er lengst til vinstri. Mynd/Bethesda Tölvuleikjaframleiðandinn Bethesda gaf út leikinn Fallout 76 um miðjan mánuð. Um er að ræða fjölspilunarleik í seríu sem venjulega hefur ekki boðið upp á slíka möguleika. Viðtökurnar hafa verið vægast sagt dræmar. Leikurinn fékk til dæmis fimm af tíu hjá tölvuleikjamiðlinum IGN. Fallout 76 er þar sagður hlaðinn hugbúnaðarvillum, líta illa út, vera jafnvel innihaldslaus og leiðinlegur. Hinar slæmu umsagnir eru þó ekki helsta áhyggjuefni Bethesda þessa dagana. Viðhafnarútgáfa leiksins, sem kostaði 200 dali, var í auglýsingum sögð innihalda íþróttatösku úr striga, hannaða eftir söguheimi leiksins. Þegar spenntir viðskiptavinir fengu pakkann í hendurnar reyndist taskan hins vegar vera úr næloni og við það reiddust kaupendur mjög. Bethesda hefur beðist afsökunar og boðið 500 Atoms, gjaldmiðil leiksins, í miskabætur. Á spjallborðssíðunni Reddit ráðleggur fólk ósáttum hins vegar að þiggja bæturnar ekki enda geti það útilokað viðkomandi frá þátttöku í upprennandi hópmálsókn gegn Bethesda. Lögmannsstofan Migliaccio & Rathod í Washington hefur sagst vera með málið til rannsóknar og leitar að ósáttum kaupendum. Þegar starfsmaður auglýsti eftir slíkum á Reddit var ásóknin svo mikil að vefsíða lögmannsstofunnar hrundi. Í frétt um málið á vef stofunnar er sérstaklega tekið fram að þar á bæ hafi menn reynslu af hópmálsóknum gegn stórfyrirtækjum. Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn Bethesda gaf út leikinn Fallout 76 um miðjan mánuð. Um er að ræða fjölspilunarleik í seríu sem venjulega hefur ekki boðið upp á slíka möguleika. Viðtökurnar hafa verið vægast sagt dræmar. Leikurinn fékk til dæmis fimm af tíu hjá tölvuleikjamiðlinum IGN. Fallout 76 er þar sagður hlaðinn hugbúnaðarvillum, líta illa út, vera jafnvel innihaldslaus og leiðinlegur. Hinar slæmu umsagnir eru þó ekki helsta áhyggjuefni Bethesda þessa dagana. Viðhafnarútgáfa leiksins, sem kostaði 200 dali, var í auglýsingum sögð innihalda íþróttatösku úr striga, hannaða eftir söguheimi leiksins. Þegar spenntir viðskiptavinir fengu pakkann í hendurnar reyndist taskan hins vegar vera úr næloni og við það reiddust kaupendur mjög. Bethesda hefur beðist afsökunar og boðið 500 Atoms, gjaldmiðil leiksins, í miskabætur. Á spjallborðssíðunni Reddit ráðleggur fólk ósáttum hins vegar að þiggja bæturnar ekki enda geti það útilokað viðkomandi frá þátttöku í upprennandi hópmálsókn gegn Bethesda. Lögmannsstofan Migliaccio & Rathod í Washington hefur sagst vera með málið til rannsóknar og leitar að ósáttum kaupendum. Þegar starfsmaður auglýsti eftir slíkum á Reddit var ásóknin svo mikil að vefsíða lögmannsstofunnar hrundi. Í frétt um málið á vef stofunnar er sérstaklega tekið fram að þar á bæ hafi menn reynslu af hópmálsóknum gegn stórfyrirtækjum.
Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira