Vinnur bug á jólastressi og kvíða Elín Albertsdóttir skrifar 14. desember 2018 12:00 Sigríður hjálpar fólki að komast yfir jólastreitu með dáleiðslu. MYND/EYÞÓR Dáleiðsla hefur gagnast vel þeim sem glíma við streitu eða kvíða. Sigríður A. Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur og dáleiðari, segir að nú sé að ganga í garð dimmasti og mesti streitutími ársins. Sigríður kennir sjálfsdáleiðslu sem er ákveðið form meðferðar sem hjálpar til við að ná breytingum á hegðun og streitustjórnun. Hún er hjúkrunarfræðingur og hafði starfað við hjúkrun í 40 ár en árið 2015 ákvað hún að bæta við sig og læra dáleiðslu. „Það eru til nokkrar tegundir af dáleiðslu en ég hef lagt áherslu á að kenna sjálfsdáleiðslu. Ég fæ fólk til að hjálpa sér sjálft. Fólk vinnur oft vel undir álagi en ef það verður of mikið getur það breyst í kvíða og streitu. Því miður eru margir haldnir jólakvíða. Það getur til dæmis verið vegna slæmra minninga úr fortíðinni. Sjálf er ég mikið jólabarn og hlakka mikið til jólanna svo þetta hefur komið mér talsvert á óvart,“ segir hún. Sjálfsdáleiðsla getur verið góð leið til hjálpar. „Við förum í rauninni í sjálfsdáleiðslu nokkrum sinnum á dag,“ segir Sigríður. „Það er þegar við erum að sofna og þegar við erum að vakna. Gott dæmi um sjálfsdáleiðslu er karlmaður sem er límdur við sjónvarpið og enginn nær sambandi við. Einnig kannast margir við þegar þeir eru á leið á ákveðinn stað en eru allt í einu komnir heim í staðinn.“ Sigríður segir að sjálfsdáleiðsla sé ekkert ólík hugleiðslu. „Þetta er andleg og líkamleg slökun sem gerir mann sterkari og með betri einbeitingu,“ segir hún. „Við nálgumst undirmeðvitundina – margir tala um sinn innri mann eða innsæi – og við getum átt beint spjall við undirmeðvitundina með vandamál okkar og óskað eftir leiðbeiningum eða hjálp. Öll vitund er í höfðinu á okkur, dagvitund=núvitund er 20 prósent en undirmeðvitundin 80 prósent en hún stjórnar öllum minningum og ósjálfráða taugakerfinu og öllu því sem við þurfum ekki að hugsa um eins og öndun, hjartslætti, meltingu, labbi eða að hjóla svo dæmi séu nefnd. Við getum stýrt undirmeðvitundinni með sjálfsdáleiðslu og fyllt okkur gleði og tilhlökkun í staðinn fyrir kvíða og streitu,“ segir Sigríður. „Ég veit að ég get hjálpað fólki sem vill breytingar og að losna undan jólakvíða með því að kenna því sjálfsdáleiðslu. Það hefur gefið góða raun. Fólk getur haft alls kyns kvíða, svefntruflanir eða önnur streitueinkenni en áttar sig kannski ekki á ástæðunni. Það leitar jafnvel til læknis út af vöðvabólgu, höfuðverk eða öðrum líkamlegum einkennum. Sumir eru með þyngsli fyrir brjósti og telja að þeir séu að fá hjartaáfall eða magasár. Fólk er ótrúlega duglegt að tala sig niður,“ segir Sigríður og bætir við að það hafi komið henni á óvart hversu algengt þetta er. Sigríður ákvað að læra dáleiðslu til að hjálpa fólki með alls kyns fælni, til dæmis flughræðslu eða þeim sem vildu hætta að reykja. Hún áttaði sig fljótt á að mesta þörfin var hjá þeim sem glímdu við kvíða af ýmsu tagi. „Mjög margt ungt fólk er haldið kvíða, fólk sem vill gera allt 120 prósent. Það þarf að læra að forgangsraða í lífinu. Ég hef notað sjálfsdáleiðslu á sjálfa mig með mjög góðum árangri. Ég hlakka til jólanna en ég er langt í frá eins og amma mín sem skúraði allt og skrúbbaði fyrir jólin. Ég nýt þess frekar að borða góðan mat og hitta fjölskylduna yfir hátíðina,“ segir Sigríður. Hægt er að fræðast meira um starf hennar á Facebook undir Innávið – árangursrík dáleiðsla. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Jóladagatal Vísis: Skyrglíma Nilla við Þórunni Antoníu og Guðrúnu Margréti Jól Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Jól Jóladagatal Vísis: Skítamórall meðal ferðalanga Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Táraðist yfir jólagjöfinni frá eiginmanninum Jól Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Dáleiðsla hefur gagnast vel þeim sem glíma við streitu eða kvíða. Sigríður A. Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur og dáleiðari, segir að nú sé að ganga í garð dimmasti og mesti streitutími ársins. Sigríður kennir sjálfsdáleiðslu sem er ákveðið form meðferðar sem hjálpar til við að ná breytingum á hegðun og streitustjórnun. Hún er hjúkrunarfræðingur og hafði starfað við hjúkrun í 40 ár en árið 2015 ákvað hún að bæta við sig og læra dáleiðslu. „Það eru til nokkrar tegundir af dáleiðslu en ég hef lagt áherslu á að kenna sjálfsdáleiðslu. Ég fæ fólk til að hjálpa sér sjálft. Fólk vinnur oft vel undir álagi en ef það verður of mikið getur það breyst í kvíða og streitu. Því miður eru margir haldnir jólakvíða. Það getur til dæmis verið vegna slæmra minninga úr fortíðinni. Sjálf er ég mikið jólabarn og hlakka mikið til jólanna svo þetta hefur komið mér talsvert á óvart,“ segir hún. Sjálfsdáleiðsla getur verið góð leið til hjálpar. „Við förum í rauninni í sjálfsdáleiðslu nokkrum sinnum á dag,“ segir Sigríður. „Það er þegar við erum að sofna og þegar við erum að vakna. Gott dæmi um sjálfsdáleiðslu er karlmaður sem er límdur við sjónvarpið og enginn nær sambandi við. Einnig kannast margir við þegar þeir eru á leið á ákveðinn stað en eru allt í einu komnir heim í staðinn.“ Sigríður segir að sjálfsdáleiðsla sé ekkert ólík hugleiðslu. „Þetta er andleg og líkamleg slökun sem gerir mann sterkari og með betri einbeitingu,“ segir hún. „Við nálgumst undirmeðvitundina – margir tala um sinn innri mann eða innsæi – og við getum átt beint spjall við undirmeðvitundina með vandamál okkar og óskað eftir leiðbeiningum eða hjálp. Öll vitund er í höfðinu á okkur, dagvitund=núvitund er 20 prósent en undirmeðvitundin 80 prósent en hún stjórnar öllum minningum og ósjálfráða taugakerfinu og öllu því sem við þurfum ekki að hugsa um eins og öndun, hjartslætti, meltingu, labbi eða að hjóla svo dæmi séu nefnd. Við getum stýrt undirmeðvitundinni með sjálfsdáleiðslu og fyllt okkur gleði og tilhlökkun í staðinn fyrir kvíða og streitu,“ segir Sigríður. „Ég veit að ég get hjálpað fólki sem vill breytingar og að losna undan jólakvíða með því að kenna því sjálfsdáleiðslu. Það hefur gefið góða raun. Fólk getur haft alls kyns kvíða, svefntruflanir eða önnur streitueinkenni en áttar sig kannski ekki á ástæðunni. Það leitar jafnvel til læknis út af vöðvabólgu, höfuðverk eða öðrum líkamlegum einkennum. Sumir eru með þyngsli fyrir brjósti og telja að þeir séu að fá hjartaáfall eða magasár. Fólk er ótrúlega duglegt að tala sig niður,“ segir Sigríður og bætir við að það hafi komið henni á óvart hversu algengt þetta er. Sigríður ákvað að læra dáleiðslu til að hjálpa fólki með alls kyns fælni, til dæmis flughræðslu eða þeim sem vildu hætta að reykja. Hún áttaði sig fljótt á að mesta þörfin var hjá þeim sem glímdu við kvíða af ýmsu tagi. „Mjög margt ungt fólk er haldið kvíða, fólk sem vill gera allt 120 prósent. Það þarf að læra að forgangsraða í lífinu. Ég hef notað sjálfsdáleiðslu á sjálfa mig með mjög góðum árangri. Ég hlakka til jólanna en ég er langt í frá eins og amma mín sem skúraði allt og skrúbbaði fyrir jólin. Ég nýt þess frekar að borða góðan mat og hitta fjölskylduna yfir hátíðina,“ segir Sigríður. Hægt er að fræðast meira um starf hennar á Facebook undir Innávið – árangursrík dáleiðsla.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Jóladagatal Vísis: Skyrglíma Nilla við Þórunni Antoníu og Guðrúnu Margréti Jól Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Jól Jóladagatal Vísis: Skítamórall meðal ferðalanga Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Táraðist yfir jólagjöfinni frá eiginmanninum Jól Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira