Jónsi tilnefndur til Golden Globe-verðlauna Birgir Olgeirsson skrifar 6. desember 2018 14:19 Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi. Vísir/Getty Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi úr Sigur Rós, hefur verið tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir besta lag. Um er að ræða lagið Revelation sem er að finna í kvikmyndinni Boy Erased. Myndin segir frá ungum syni predikara sem er neyddur til að gangast undir meðferð á vegum kirkjunnar með það að markmiði að fá hann til að hætta að vera samkynhneigðan.Lagið samdi Jónsi ásamt Brett McLaughlin og leikaranum Troye Sivan sem einnig syngur lagið. Leikstjóri myndarinnar er Joel Edgerton en á meðal leikara í myndinni eru Nicole Kidman, Russell Crowe og Lucas Hedges en Troye Sivan fer einnig með hlutverk í myndinni. Lucas Hedges er einnig tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni.Jónsi hefur áður samið tónlist fyrir kvikmyndir en þar má nefnda myndir á borð við How to Train Your Dragon og We Bought a Zoo. Troye Sivan hefur notið nokkurra vinsælla sem tónlistarmaður. Hann samdi nokkur lög sem náðu ekki inn í myndina en segir leikstjórann hafa beðið hann um að semja lag sérstaklega fyrir eina senu. Sivan sagði við Variety að Jónsi hefði verið að vinna að tónlist fyrir eina senu myndarinnar. Jónsi hafði samið stutt píanóstef sem hann vissi ekki hvað hann átti að gera við. Sivan, Joel og Jónsi fóru því saman í morgunmat og ræddu þessa tilteknu senu í myndinni og úr varð lagið Revelation eftir að Sivan hafði lagt sitt að mörkum við að semja það. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi úr Sigur Rós, hefur verið tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir besta lag. Um er að ræða lagið Revelation sem er að finna í kvikmyndinni Boy Erased. Myndin segir frá ungum syni predikara sem er neyddur til að gangast undir meðferð á vegum kirkjunnar með það að markmiði að fá hann til að hætta að vera samkynhneigðan.Lagið samdi Jónsi ásamt Brett McLaughlin og leikaranum Troye Sivan sem einnig syngur lagið. Leikstjóri myndarinnar er Joel Edgerton en á meðal leikara í myndinni eru Nicole Kidman, Russell Crowe og Lucas Hedges en Troye Sivan fer einnig með hlutverk í myndinni. Lucas Hedges er einnig tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni.Jónsi hefur áður samið tónlist fyrir kvikmyndir en þar má nefnda myndir á borð við How to Train Your Dragon og We Bought a Zoo. Troye Sivan hefur notið nokkurra vinsælla sem tónlistarmaður. Hann samdi nokkur lög sem náðu ekki inn í myndina en segir leikstjórann hafa beðið hann um að semja lag sérstaklega fyrir eina senu. Sivan sagði við Variety að Jónsi hefði verið að vinna að tónlist fyrir eina senu myndarinnar. Jónsi hafði samið stutt píanóstef sem hann vissi ekki hvað hann átti að gera við. Sivan, Joel og Jónsi fóru því saman í morgunmat og ræddu þessa tilteknu senu í myndinni og úr varð lagið Revelation eftir að Sivan hafði lagt sitt að mörkum við að semja það.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira