Mósambík: 60 þúsund nemendur fengið aðgang að vatni og salernisaðstöðu Heimsljós kynnir 7. desember 2018 15:00 Á fimm árum hafa 60 þúsund nemendur við 145 skóla í Mósambík fengið aðgang að hreinu vatni og bættri salernisaðstöðu. Þetta er meiri fjöldi nemenda en er í öllum grunnskólum á Íslandi. Á fimm árum hafa 67 þúsund manns í sex héruðum í Sambesíu-fylki í Mósambík fengið aðgang að hreinu vatni og 60 þúsund nemendur við 145 skóla aðgang að hreinu vatni og bættri salernisaðstöðu í gegnum íslenska þróunarsamvinnu. Þetta er meiri fjöldi nemenda en er í öllum grunnskólum á Íslandi. Frá 2014 hefur Ísland fjármagnað að stórum hluta vatns- og salernisverkefni í Mósambík en verkefninu er stýrt af UNICEF í samstarfi við yfirvöld í Sambesíu-fylki. Verkefni af þessu tagi eru afar mikilvægt heilbrigðismál en á hverju ári deyja um 37 þúsund manns í Mósambík vegna skorts á hreinu vatni og lélegri eða engri salernisaðstöðu. Sambesía er fátækasta fylkið í Mósambík en þar búa tæpar fimm milljónir manna. Einungis þriðjungur íbúa fylkisins hefur aðgang að hreinu vatni og tæp 90 prósent hafa ekki aðgang að viðunandi salernisaðstöðu. Nær helmingur barna í Sambesíu eru með mikla vaxtarskerðingu vegna vannæringar og skorts á hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu. Þörfin er því mikil í Mósambík og Sambesíu sérstaklega. Í nýlegri eftirlitsferð utanríkisráðuneytisins um fylkið var tekið á móti starfsmönnum með söng og dansi. Með stuðningi Íslands verða meðal annars reistir nokkrir vatnspóstar í Pebane-héraði. Það þýðir að börn og konur, sem oftar en ekki sjá um vatnsöflun, þurfa ekki lengur að ganga tvo til þrjá kílómetra á hverjum degi til að sækja vatn í mengaða á. Það hefur afar jákvæð áhrif á heilsu allra í þorpinu, ekki síst barnanna. Íslandi var því þakkað kærlega fyrir vatnið.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent
Á fimm árum hafa 67 þúsund manns í sex héruðum í Sambesíu-fylki í Mósambík fengið aðgang að hreinu vatni og 60 þúsund nemendur við 145 skóla aðgang að hreinu vatni og bættri salernisaðstöðu í gegnum íslenska þróunarsamvinnu. Þetta er meiri fjöldi nemenda en er í öllum grunnskólum á Íslandi. Frá 2014 hefur Ísland fjármagnað að stórum hluta vatns- og salernisverkefni í Mósambík en verkefninu er stýrt af UNICEF í samstarfi við yfirvöld í Sambesíu-fylki. Verkefni af þessu tagi eru afar mikilvægt heilbrigðismál en á hverju ári deyja um 37 þúsund manns í Mósambík vegna skorts á hreinu vatni og lélegri eða engri salernisaðstöðu. Sambesía er fátækasta fylkið í Mósambík en þar búa tæpar fimm milljónir manna. Einungis þriðjungur íbúa fylkisins hefur aðgang að hreinu vatni og tæp 90 prósent hafa ekki aðgang að viðunandi salernisaðstöðu. Nær helmingur barna í Sambesíu eru með mikla vaxtarskerðingu vegna vannæringar og skorts á hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu. Þörfin er því mikil í Mósambík og Sambesíu sérstaklega. Í nýlegri eftirlitsferð utanríkisráðuneytisins um fylkið var tekið á móti starfsmönnum með söng og dansi. Með stuðningi Íslands verða meðal annars reistir nokkrir vatnspóstar í Pebane-héraði. Það þýðir að börn og konur, sem oftar en ekki sjá um vatnsöflun, þurfa ekki lengur að ganga tvo til þrjá kílómetra á hverjum degi til að sækja vatn í mengaða á. Það hefur afar jákvæð áhrif á heilsu allra í þorpinu, ekki síst barnanna. Íslandi var því þakkað kærlega fyrir vatnið.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent