Sviðsmyndir stríðsástands og mikil þörf fyrir mannúðaraðstoð Heimsljós kynnir 21. nóvember 2018 11:00 Þátttakendur á námskeiðinu sem haldið var í Hveragerði. „Það voru settar voru upp flóknar sviðsmyndir sem byggja á raundæmum þar sem stríðsástand hefur ríkt og þörfin á mannúðaraðstoð er mikil. Þátttakendur spreyttu sig á að leysa sem best úr málum og áttu meðal annars að koma með tillögur að aðgerðum til Samræmingarskrifstofu mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum (OCHA). Þetta voru ögrandi sviðsetningar og úrlausnirnar flóknar sem var mikill lærdómur fyrir þátttakendur að fara í gegnum,“ segir Anna Elísabet Ólafsdóttir fulltrúi í þróunarsamvinnunefnd og einn þátttakenda á námskeiði sem haldið var hér á landi á dögunum á vegum OCHA og utanríkisráðuneytisins. Námskeiðið var fyrir einstaklinga sem skráðir eru á viðbragðslista þróunarsamvinnu og hafa boðið sig fram til mannúðarstarfa víðsvegar um heiminn. Þátttakendur og leiðbeinendur komu frá níu þjóðum en þrír Íslendingar, sem eru á viðbragðslistum utanríkisráðuneytisins, sátu námskeiðið. Dagskráin var fjölbreytt en einkenndist ekki síst af því að gefa þátttakendum góða innsýn inn í þær aðstæður sem búast má við á vettvangi. „Á námskeiðinu var jafnframt farið yfir gæði hópastarfs og mikilvægi góðrar liðsheildar þegar unnið er undir álagi, en góð samvinna er ein af forsendum árangurs. Farið var yfir mikilvægi góðrar greiningarvinnu, söfnun áreiðanlegra gagna á aðstæðum en ekki síður úrvinnslu gagnanna og framsetningu til að tryggja að ákvarðanatakan byggi á haldbærum upplýsingum og sé í samræmi við aðstæður og þarfir á vettvangi,“ segir Anna Elísabet. Áhugaverð yfirferð var að hennar sögn um samningatækni en í erfiðum aðstæðum, þar sem ágreiningur eða stríðsástand ríkir, er talið nauðsynlegt að búa yfir hæfni til að geta rætt ágreiningsmál af yfirvegun, „lagt sig fram um að skilja sjónarmið viðsemjandans, hafa skýra mynd af því sem maður sjálfur vill ná í gegn og ná sátt um málin með friðsömum hætti,“ eins og hún kemst að orði. Síðast en ekki síst var farið vel yfir siðareglur og mikilvægi þess að þær séu virtar og að öll brot á siðareglum séu tilkynnt til réttra aðila. Anna Elísabet segir nauðsynlegt að siðareglum sé ávallt fylgt í öllu mannúðarstarfi auk þess sem ströng eftirfylgni með þeim sé til staðar, m.a. til að viðhalda trausti og trúnaði hjálparsamtaka eða ríkja sem einstaklingur starfar fyrir á vettvangi. „Það var vel að námskeiðinu staðið og þátttakendur fóru með aukna þekkingu og ánægðir hver til síns heima að námskeiði loknu,“ segir Anna Elísabet að lokum. Sex friðargæsluliðar starfa nú á vegum Íslensku friðargæslunnar að mannúðarmálum í jafn mörgum löndum, Tyrklandi, Úganda, Mósambík, Palestínu, Líbanon og Jórdaníu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent
„Það voru settar voru upp flóknar sviðsmyndir sem byggja á raundæmum þar sem stríðsástand hefur ríkt og þörfin á mannúðaraðstoð er mikil. Þátttakendur spreyttu sig á að leysa sem best úr málum og áttu meðal annars að koma með tillögur að aðgerðum til Samræmingarskrifstofu mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum (OCHA). Þetta voru ögrandi sviðsetningar og úrlausnirnar flóknar sem var mikill lærdómur fyrir þátttakendur að fara í gegnum,“ segir Anna Elísabet Ólafsdóttir fulltrúi í þróunarsamvinnunefnd og einn þátttakenda á námskeiði sem haldið var hér á landi á dögunum á vegum OCHA og utanríkisráðuneytisins. Námskeiðið var fyrir einstaklinga sem skráðir eru á viðbragðslista þróunarsamvinnu og hafa boðið sig fram til mannúðarstarfa víðsvegar um heiminn. Þátttakendur og leiðbeinendur komu frá níu þjóðum en þrír Íslendingar, sem eru á viðbragðslistum utanríkisráðuneytisins, sátu námskeiðið. Dagskráin var fjölbreytt en einkenndist ekki síst af því að gefa þátttakendum góða innsýn inn í þær aðstæður sem búast má við á vettvangi. „Á námskeiðinu var jafnframt farið yfir gæði hópastarfs og mikilvægi góðrar liðsheildar þegar unnið er undir álagi, en góð samvinna er ein af forsendum árangurs. Farið var yfir mikilvægi góðrar greiningarvinnu, söfnun áreiðanlegra gagna á aðstæðum en ekki síður úrvinnslu gagnanna og framsetningu til að tryggja að ákvarðanatakan byggi á haldbærum upplýsingum og sé í samræmi við aðstæður og þarfir á vettvangi,“ segir Anna Elísabet. Áhugaverð yfirferð var að hennar sögn um samningatækni en í erfiðum aðstæðum, þar sem ágreiningur eða stríðsástand ríkir, er talið nauðsynlegt að búa yfir hæfni til að geta rætt ágreiningsmál af yfirvegun, „lagt sig fram um að skilja sjónarmið viðsemjandans, hafa skýra mynd af því sem maður sjálfur vill ná í gegn og ná sátt um málin með friðsömum hætti,“ eins og hún kemst að orði. Síðast en ekki síst var farið vel yfir siðareglur og mikilvægi þess að þær séu virtar og að öll brot á siðareglum séu tilkynnt til réttra aðila. Anna Elísabet segir nauðsynlegt að siðareglum sé ávallt fylgt í öllu mannúðarstarfi auk þess sem ströng eftirfylgni með þeim sé til staðar, m.a. til að viðhalda trausti og trúnaði hjálparsamtaka eða ríkja sem einstaklingur starfar fyrir á vettvangi. „Það var vel að námskeiðinu staðið og þátttakendur fóru með aukna þekkingu og ánægðir hver til síns heima að námskeiði loknu,“ segir Anna Elísabet að lokum. Sex friðargæsluliðar starfa nú á vegum Íslensku friðargæslunnar að mannúðarmálum í jafn mörgum löndum, Tyrklandi, Úganda, Mósambík, Palestínu, Líbanon og Jórdaníu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent