Bíó og sjónvarp

In Touch vann til verðlauna í aðalkeppni á IDFA

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Framleiðendur myndarinnar, þeir Lukasz Dluglecki og Haukur M. Hrafnsson, með verðlaunin á IDFA.
Framleiðendur myndarinnar, þeir Lukasz Dluglecki og Haukur M. Hrafnsson, með verðlaunin á IDFA.
Íslenska/pólska heimildarmyndin In Touch eftir Pawel Ziemilski vann til sérstakra dómnefndarverðlauna í aðalkeppni á IDFA, stærstu heimildarmyndahátíð í heimi, en hátíðinni, sem fer fram í Amsterdam, lauk í gær.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar er In Touch fyrsta íslenska heimildarmyndin til að vinna til verðlauna í aðalkeppni á hátíðinni.

In Touch segir frá þorpinu Stare Juchy í Póllandi sem tvístrast eftir að þriðjungur íbúanna hverfur til starfa á Íslandi. Þeir sem eftir eru, eru flestir af eldri kynslóðinni og halda þeir í vonina um að börn þeirra og barnabörn snúi einn daginn til baka þrátt fyrir að hafa byrjað nýtt líf á Íslandi.

Framleiðendur myndarinnar eru þeir Lukasz Dluglecki og Haukur M. Hrafnsson fyrir NUR og meðframleiðandi er Anton Máni Svansson fyrir Join Motion Pictures.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×