Eriksen hélt Spurs á lífi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 21:45 Daninn var hetja Tottenham í kvöld vísir/getty Christian Eriksen hélt lífi í vonum Tottenham um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með sigurmarki seint í leik Tottenham og Inter Milan. Tottenham var í þriðja sæti B-riðils fyrir leiki kvöldsins og þurfti sigur gegn Milan til þess að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum. Sigurinn skilaði Tottenham upp fyrir Milan og í annað sæti riðilsins. Í loka umferðinni mætir Tottenham hins vegar toppliði Barcelona sem er öruggt með fyrsta sæti riðilsins á meðan Inter mætir PSV. Lærisveinar Mauricio Pochettino þurfa því að öllum líkindum sigur á Spáni til þess að eiga möguleika á að fara áfram. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom eina mark leiksins á 80. mínútu. Moussa Sissoko vann boltann og kom honum á Dele Alli. Englendingurinn sendi í hlaupaleiðina hjá hinum danska Eriksen sem hamraði boltanum í þaknetið. Gestirnir frá Ítalíu náðu ekki að jafna leikinn og vonir Tottenham lifa enn. Í hinum leik riðilsins vann Barcelona 1-2 sigur á PSV í Hollandi. Meistaradeild Evrópu
Christian Eriksen hélt lífi í vonum Tottenham um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með sigurmarki seint í leik Tottenham og Inter Milan. Tottenham var í þriðja sæti B-riðils fyrir leiki kvöldsins og þurfti sigur gegn Milan til þess að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum. Sigurinn skilaði Tottenham upp fyrir Milan og í annað sæti riðilsins. Í loka umferðinni mætir Tottenham hins vegar toppliði Barcelona sem er öruggt með fyrsta sæti riðilsins á meðan Inter mætir PSV. Lærisveinar Mauricio Pochettino þurfa því að öllum líkindum sigur á Spáni til þess að eiga möguleika á að fara áfram. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom eina mark leiksins á 80. mínútu. Moussa Sissoko vann boltann og kom honum á Dele Alli. Englendingurinn sendi í hlaupaleiðina hjá hinum danska Eriksen sem hamraði boltanum í þaknetið. Gestirnir frá Ítalíu náðu ekki að jafna leikinn og vonir Tottenham lifa enn. Í hinum leik riðilsins vann Barcelona 1-2 sigur á PSV í Hollandi.