Spila Fortnite í sólarhring til góðs Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 29. nóvember 2018 06:00 Ingi Bauer og Stefán Atli halda úti Youtube-síðunni Ice Cold þar sem þeir spila Fortnite í beinni alla fimmtudaga og búa til svokölluð vlogs eða vídeóblogg. „Við höfum verið að spila Fortnite í beinni í útsendingu alla fimmtudaga. Byrjuðum í janúarmánuði og sáum að fólk var að horfa. Hugsuðum með okkur að þetta gæti nýst til góðs og Barnaspítalinn er auðvitað verðugt málefni sem gaman er að styrkja,“ segir Stefán Atli Rúnarsson sem ætlar að setjast niður á morgun ásamt félaga sínum Inga Bauer og spila tölvuleikinn vinsæla Fortnite í sólarhring. Ásamt því að spila leikinn ætla þeir líka að gefa vinninga, vera með leiki og skemmtiatriði og fá til sín góða gesti og hvetja áhorfendur til að heita á sig með því að leggja inn á reikning Barnaspítala Hringsins.Hægt verður að fylgjast með þeim í beinni útsendingu á Youtube-síðunni Ice Cold á morgun.Þeir félagar fóru að spila leikinn í janúar og á árinu hafa þeir spilað Fortnite í beinni útsendingu hvern einasta fimmtudag síðan í byrjun janúar og hafa því spilað hann í samtals 250 klukkustundir í beinni útsendingu fyrir framan samtals 67.000 manns. Fortnite er einn vinsælasti tölvuleikur í heiminum í dag en hann gengur út á að 100 spilarar hoppa úr rútu á sömu eyjuna og aðeins eitt lið getur staðið uppi sem sigurvegari. Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda meðal annars vegna teiknimyndaútlits og þess að hann er ókeypis. Þó hafa notendur möguleika á að kaupa mismunandi búninga og dansa í leiknum. „Það mun trúlega taka á að vera vakandi í 24 tíma en við munum skipta okkur niður á vaktir. Svo verður gestagangur og ýmislegt skemmtilegt gert þarna á meðan við reynum að safna sem mestu.“ Hægt verður að fylgjast með þeim í beinni útsendingu á Youtube-síðunni Ice Cold á föstudaginn. Útsending hefst kl. 15.00 á morgun, föstudag, og mun standa yfir til kl. 15.00 laugardaginn 1. desember. Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
„Við höfum verið að spila Fortnite í beinni í útsendingu alla fimmtudaga. Byrjuðum í janúarmánuði og sáum að fólk var að horfa. Hugsuðum með okkur að þetta gæti nýst til góðs og Barnaspítalinn er auðvitað verðugt málefni sem gaman er að styrkja,“ segir Stefán Atli Rúnarsson sem ætlar að setjast niður á morgun ásamt félaga sínum Inga Bauer og spila tölvuleikinn vinsæla Fortnite í sólarhring. Ásamt því að spila leikinn ætla þeir líka að gefa vinninga, vera með leiki og skemmtiatriði og fá til sín góða gesti og hvetja áhorfendur til að heita á sig með því að leggja inn á reikning Barnaspítala Hringsins.Hægt verður að fylgjast með þeim í beinni útsendingu á Youtube-síðunni Ice Cold á morgun.Þeir félagar fóru að spila leikinn í janúar og á árinu hafa þeir spilað Fortnite í beinni útsendingu hvern einasta fimmtudag síðan í byrjun janúar og hafa því spilað hann í samtals 250 klukkustundir í beinni útsendingu fyrir framan samtals 67.000 manns. Fortnite er einn vinsælasti tölvuleikur í heiminum í dag en hann gengur út á að 100 spilarar hoppa úr rútu á sömu eyjuna og aðeins eitt lið getur staðið uppi sem sigurvegari. Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda meðal annars vegna teiknimyndaútlits og þess að hann er ókeypis. Þó hafa notendur möguleika á að kaupa mismunandi búninga og dansa í leiknum. „Það mun trúlega taka á að vera vakandi í 24 tíma en við munum skipta okkur niður á vaktir. Svo verður gestagangur og ýmislegt skemmtilegt gert þarna á meðan við reynum að safna sem mestu.“ Hægt verður að fylgjast með þeim í beinni útsendingu á Youtube-síðunni Ice Cold á föstudaginn. Útsending hefst kl. 15.00 á morgun, föstudag, og mun standa yfir til kl. 15.00 laugardaginn 1. desember.
Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira