Tökum lokið á Avatar tvö, þrjú, fjögur og fimm Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2018 12:29 Jake Sully og Neytiri. Leikstjórinn James Cameron hefur tilkynnt að aðalleikarar Avatar-framhaldsmyndanna hafi lokið tökum og nú sé bara eftirvinnsla eftir. Fyrsta framhaldsmyndin verður frumsýnd um jólin 2020 og sú næsta 2021. Cameron segist þó ekki ætla að birta næstu myndir nema tvö og þrjú gangi vel í kvikmyndahúsum.Myndirnar hafa verið í framleiðslu í mörg ár en Avatar kom út árið 2009 og naut gífurlegra vinsælda. Það er ljóst að einhverjir telja Cameron hafa verið of lengi að gera myndirnar og hafa margir spurt hvort eftirspurn sé fyrir þessum framhaldsmyndum. Tökurnar hófust ekki fyrr en í september í fyrra. Talið er að fyrsta framhaldsmyndin muni fjalla um Jake Sully, Neytiri og börn þeirra en fjölskylda þessi mun spila lykilhlutverk í öllum myndunum. Í myndbandi sem Cameron birti í fyrradag þakkaði hann Sam Worthington, Zoe Saldana, Sigourney Weaver, Stephen Lang og Kat Winslet fyrir vinnu þeirra. Persónur nokkurra þeirra dóu þó í fyrstu myndina svo það er óljóst hve stórra rullu þau munu spila í myndunum.Samkvæmt MovieWeb er talið að myndirnar verði titlaðar Avatar: The Way of Water, Avatar: The Seed Bearer, Avatar: The Tulkun Rider og Avatar: The Quest for Eywa. Titlar þessir hafa þó ekki verið staðfestir.James Cameron took a (very rare) break from filming on the performance capture stage to record a message to Avatar fans!Watch for a progress update on the sequels and a brand new trailer for his long-time passion project, Alita: Battle Angel. #AvatarFamily @AlitaMovie pic.twitter.com/Vz6bqp73DA— Avatar (@officialavatar) November 13, 2018 Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikstjórinn James Cameron hefur tilkynnt að aðalleikarar Avatar-framhaldsmyndanna hafi lokið tökum og nú sé bara eftirvinnsla eftir. Fyrsta framhaldsmyndin verður frumsýnd um jólin 2020 og sú næsta 2021. Cameron segist þó ekki ætla að birta næstu myndir nema tvö og þrjú gangi vel í kvikmyndahúsum.Myndirnar hafa verið í framleiðslu í mörg ár en Avatar kom út árið 2009 og naut gífurlegra vinsælda. Það er ljóst að einhverjir telja Cameron hafa verið of lengi að gera myndirnar og hafa margir spurt hvort eftirspurn sé fyrir þessum framhaldsmyndum. Tökurnar hófust ekki fyrr en í september í fyrra. Talið er að fyrsta framhaldsmyndin muni fjalla um Jake Sully, Neytiri og börn þeirra en fjölskylda þessi mun spila lykilhlutverk í öllum myndunum. Í myndbandi sem Cameron birti í fyrradag þakkaði hann Sam Worthington, Zoe Saldana, Sigourney Weaver, Stephen Lang og Kat Winslet fyrir vinnu þeirra. Persónur nokkurra þeirra dóu þó í fyrstu myndina svo það er óljóst hve stórra rullu þau munu spila í myndunum.Samkvæmt MovieWeb er talið að myndirnar verði titlaðar Avatar: The Way of Water, Avatar: The Seed Bearer, Avatar: The Tulkun Rider og Avatar: The Quest for Eywa. Titlar þessir hafa þó ekki verið staðfestir.James Cameron took a (very rare) break from filming on the performance capture stage to record a message to Avatar fans!Watch for a progress update on the sequels and a brand new trailer for his long-time passion project, Alita: Battle Angel. #AvatarFamily @AlitaMovie pic.twitter.com/Vz6bqp73DA— Avatar (@officialavatar) November 13, 2018
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira