Ástin og borgin sterk áhrif Stefán Þór Hjartarson skrifar 3. nóvember 2018 09:30 Máni mætir til landsins í næstu viku til að spila glænýja tónlist á Airwaves-hátíðinni. Lagið Picture I Recall með Mána Orrasyni kom út í gær og með því fylgir myndband. Máni Orrason vakti athygli einungis 17 ára gamall fyrir lagið Fed All My Days sem var gríðarlega mikið spilað í íslensku útvarpi á sínum tíma. Hann var tilnefndur til Íslensku hlustendaverðlaunanna árið 2015 sem nýliði ársins og fyrir myndband ársins og einnig tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna þetta sama ár. Máni var búsettur í Spáni lengi vel en hefur núna flutt til Berlínar þar sem hann hefur verið að búa til tónlist síðasta hálfa árið – og Berlín sjálf hefur haft töluverð áhrif á músíkina. „Þetta er fyrsti singúll af EP-plötu sem ég er að gefa út næsta vor – þetta er plata sem ég var að klára fyrir nokkrum vikum og tók upp hér í Berlín. Ég tók hana upp með pródúser sem ég kynntist hérna. Þetta er búið að vera gríðarlega spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Máni og bætir við að platan hafi orðið til mjög hratt enda var hún gerð undir áhrifum líklega sterkasta skapandi drifkraftsins; ástarinnar. „Lögin eru svolítið um það – samband mitt við þessa manneskju og sjálfan mig í þessu sambandi. Það má segja að ástin hafi búið þessa plötu til. Samt eru þetta ekki allt ástarlög: þó ég sé að semja um samband mitt við þessa manneskju þá er ég meira að semja um sjálfan mig í sambandinu.“ Og það er ekki langt fyrir Íslendinga að bíða þess að geta séð Mána spila þetta nýja efni – hann kemur að sjálfsögðu á Airwaves-hátíðina með ferska tónlist í farteskinu. „Ég spila á Húrra sjöunda nóvember. Ég ætla aðallega að spila ný lög af þessari EP-plötu. Með þessi nýju lög erum við eiginlega búnir að breyta um hljóm. Ég er með popp/folk bakgrunn og hef eiginlega alltaf spilað með trommu, bassa, gítar. En af því að þessi tónlist hljómar allt öðruvísi verður sjóvið allt öðruvísi – þetta eru miklu meira raftrommur og synthar og þannig.“ Máni segir dvölina í Berlín síðustu mánuði hafa haft mikil áhrif á sig – hann fann ástina, hann kynntist pródúsernum sem hann er að vinna með núna og borgin sjálf sem fyrirbæri hafði líka mikil áhrif. „Það að flytja til Berlínar gerði mér kleift að byrja upp á nýtt og gera eitthvað sem ég hafði aldrei pælt í áður. Ég hef líka aldrei búið í borg áður og það að vera nafnlaus manneskja í borg þar sem enginn veit hver þú ert er mikið frelsi. Ég held að Berlín og það að finna ástina hafi verið aðalundirstöðurnar fyrir plötuna og leyft mér að vera opinn fyrir að gjörsamlega breyta því hvernig ég hugsa um tónlist, hvernig ég hugsa um sjálfan mig og hvernig ég skilgreini mig sem manneskja.“ Eftir Airwaves er Máni að fara að túra um Þýskaland en þar hefur hann ávallt verið vinsæll og svo mun hann halda áfram að gefa út lög þangað til platan hans kemur út á næsta ári. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Lagið Picture I Recall með Mána Orrasyni kom út í gær og með því fylgir myndband. Máni Orrason vakti athygli einungis 17 ára gamall fyrir lagið Fed All My Days sem var gríðarlega mikið spilað í íslensku útvarpi á sínum tíma. Hann var tilnefndur til Íslensku hlustendaverðlaunanna árið 2015 sem nýliði ársins og fyrir myndband ársins og einnig tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna þetta sama ár. Máni var búsettur í Spáni lengi vel en hefur núna flutt til Berlínar þar sem hann hefur verið að búa til tónlist síðasta hálfa árið – og Berlín sjálf hefur haft töluverð áhrif á músíkina. „Þetta er fyrsti singúll af EP-plötu sem ég er að gefa út næsta vor – þetta er plata sem ég var að klára fyrir nokkrum vikum og tók upp hér í Berlín. Ég tók hana upp með pródúser sem ég kynntist hérna. Þetta er búið að vera gríðarlega spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Máni og bætir við að platan hafi orðið til mjög hratt enda var hún gerð undir áhrifum líklega sterkasta skapandi drifkraftsins; ástarinnar. „Lögin eru svolítið um það – samband mitt við þessa manneskju og sjálfan mig í þessu sambandi. Það má segja að ástin hafi búið þessa plötu til. Samt eru þetta ekki allt ástarlög: þó ég sé að semja um samband mitt við þessa manneskju þá er ég meira að semja um sjálfan mig í sambandinu.“ Og það er ekki langt fyrir Íslendinga að bíða þess að geta séð Mána spila þetta nýja efni – hann kemur að sjálfsögðu á Airwaves-hátíðina með ferska tónlist í farteskinu. „Ég spila á Húrra sjöunda nóvember. Ég ætla aðallega að spila ný lög af þessari EP-plötu. Með þessi nýju lög erum við eiginlega búnir að breyta um hljóm. Ég er með popp/folk bakgrunn og hef eiginlega alltaf spilað með trommu, bassa, gítar. En af því að þessi tónlist hljómar allt öðruvísi verður sjóvið allt öðruvísi – þetta eru miklu meira raftrommur og synthar og þannig.“ Máni segir dvölina í Berlín síðustu mánuði hafa haft mikil áhrif á sig – hann fann ástina, hann kynntist pródúsernum sem hann er að vinna með núna og borgin sjálf sem fyrirbæri hafði líka mikil áhrif. „Það að flytja til Berlínar gerði mér kleift að byrja upp á nýtt og gera eitthvað sem ég hafði aldrei pælt í áður. Ég hef líka aldrei búið í borg áður og það að vera nafnlaus manneskja í borg þar sem enginn veit hver þú ert er mikið frelsi. Ég held að Berlín og það að finna ástina hafi verið aðalundirstöðurnar fyrir plötuna og leyft mér að vera opinn fyrir að gjörsamlega breyta því hvernig ég hugsa um tónlist, hvernig ég hugsa um sjálfan mig og hvernig ég skilgreini mig sem manneskja.“ Eftir Airwaves er Máni að fara að túra um Þýskaland en þar hefur hann ávallt verið vinsæll og svo mun hann halda áfram að gefa út lög þangað til platan hans kemur út á næsta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira