Barcelona komið áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 6. nóvember 2018 21:45 Suarez hefur verið sjóðheitur og stoppaði ekkert í kvöld. vísir/getty Barcelona og Inter gerðu 1-1 jafntefli í uppgjöri toppliðanna í B-riðli Meistaradeildarinnar en bæði mörkin komu á síðustu tíu mínútum leiksins. Barcelona réð lögum og lofum í fyrri hálfleik en liðið gjörsamlega óð í færum. Nánast spilað á eitt mark en þeir náðu ekki að skora í fyrri hálfleik og staðan markalaus. Áfram hélt einstefnan í síðari hálfleik en sigurmarkið kom ekki fyrr en á 83. mínútu er Malcom skoraði eftir laglega sókn. Allt fjörið var þó ekki búið á San Siro. Einungis fimm mínútum síðar jöfnuðu Inter metin. Eftir darraðadans í teignum barst boltinn til markamaskínunar Mauro Icardo sem kom boltanum í netið. Lokatölur 1-1. Barcelona er á toppi riðilsins með tíu stig, Inter er með sjö, Tottenham er með fjögur og PSV eitt. Tvær umferðir eru eftir af riðlinum og Börsungar nú þegar komnir áfram.FC Barcelona have now reached the knockout stages in each of their last 17 CL participations. @FCBarcelona #UCL— Gracenote Live (@GracenoteLive) November 6, 2018 Meistaradeild Evrópu
Barcelona og Inter gerðu 1-1 jafntefli í uppgjöri toppliðanna í B-riðli Meistaradeildarinnar en bæði mörkin komu á síðustu tíu mínútum leiksins. Barcelona réð lögum og lofum í fyrri hálfleik en liðið gjörsamlega óð í færum. Nánast spilað á eitt mark en þeir náðu ekki að skora í fyrri hálfleik og staðan markalaus. Áfram hélt einstefnan í síðari hálfleik en sigurmarkið kom ekki fyrr en á 83. mínútu er Malcom skoraði eftir laglega sókn. Allt fjörið var þó ekki búið á San Siro. Einungis fimm mínútum síðar jöfnuðu Inter metin. Eftir darraðadans í teignum barst boltinn til markamaskínunar Mauro Icardo sem kom boltanum í netið. Lokatölur 1-1. Barcelona er á toppi riðilsins með tíu stig, Inter er með sjö, Tottenham er með fjögur og PSV eitt. Tvær umferðir eru eftir af riðlinum og Börsungar nú þegar komnir áfram.FC Barcelona have now reached the knockout stages in each of their last 17 CL participations. @FCBarcelona #UCL— Gracenote Live (@GracenoteLive) November 6, 2018