Spíser dú dansk? Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 20. október 2018 07:00 Maður skyldi ætla að Píratar væru búnir að leggja nafn Piu Kjærsgaard á minnið. Nóg kom hún í bakið á þeim í sumar á Alþingishátíðinni þegar í ljós kom að þeir gleymdu að gúgla hana og vissu því ekkert um stjórnmálaskoðanir hennar. En eftir að kommentakerfið hafði logað í rúmlega 37 mínútur ákváðu þeir að sniðganga hátíðarfund á Þingvöllum, svo mikið var þeim niðri fyrir. Víkur nú sögunni til kóngsins Kaupmannahafnar. Þar var á dögunum systurhátíð Þingvallafundarins. Fínasta fólk Danmerkur og Íslands sat undir ræðum á milli þess sem skálað var og allir auðvitað á dagpeningum eins og lög gera ráð fyrir. Einn þingmanna Pírata var fulltrúi Íslands á þessari herlegu samkomu. Nú myndu einhverjir halda, í ljósi harðrar afstöðu Pírata gegn ræðuhöldum Piu á Íslandi, að Píratinn myndi neita að taka þátt í athöfninni í Kaupmannahöfn. Reyndar væri jafnvel ríkari ástæða til mótmæla, því í Danmörku búa fórnarlömb málflutnings Piu. Að minnsta kosti væri nauðsynlegt fyrir Píratann okkar að gæta lágmarks samræmis í afstöðu sinni. Líklegast er að Píratarnir hafi ekki lesið dagskrána, ekki frekar en síðast. En nú var ekkert svigrúm til fundahalda, Píratinn okkar sest í sætið sitt með fangið fullt af snittum og allt í einu birtist Pía á sviðinu, eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Góð ráð dýr. En svo blessunarlega vildi til að Pia talaði á dönsku. Þrátt fyrir danskt eftirnafn Píratans okkar þá sagði hún aðspurð að í raun hefði þetta allt verið í lagi, því hún skildi ekki dönsku. Og þar með samviskan hrein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun
Maður skyldi ætla að Píratar væru búnir að leggja nafn Piu Kjærsgaard á minnið. Nóg kom hún í bakið á þeim í sumar á Alþingishátíðinni þegar í ljós kom að þeir gleymdu að gúgla hana og vissu því ekkert um stjórnmálaskoðanir hennar. En eftir að kommentakerfið hafði logað í rúmlega 37 mínútur ákváðu þeir að sniðganga hátíðarfund á Þingvöllum, svo mikið var þeim niðri fyrir. Víkur nú sögunni til kóngsins Kaupmannahafnar. Þar var á dögunum systurhátíð Þingvallafundarins. Fínasta fólk Danmerkur og Íslands sat undir ræðum á milli þess sem skálað var og allir auðvitað á dagpeningum eins og lög gera ráð fyrir. Einn þingmanna Pírata var fulltrúi Íslands á þessari herlegu samkomu. Nú myndu einhverjir halda, í ljósi harðrar afstöðu Pírata gegn ræðuhöldum Piu á Íslandi, að Píratinn myndi neita að taka þátt í athöfninni í Kaupmannahöfn. Reyndar væri jafnvel ríkari ástæða til mótmæla, því í Danmörku búa fórnarlömb málflutnings Piu. Að minnsta kosti væri nauðsynlegt fyrir Píratann okkar að gæta lágmarks samræmis í afstöðu sinni. Líklegast er að Píratarnir hafi ekki lesið dagskrána, ekki frekar en síðast. En nú var ekkert svigrúm til fundahalda, Píratinn okkar sest í sætið sitt með fangið fullt af snittum og allt í einu birtist Pía á sviðinu, eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Góð ráð dýr. En svo blessunarlega vildi til að Pia talaði á dönsku. Þrátt fyrir danskt eftirnafn Píratans okkar þá sagði hún aðspurð að í raun hefði þetta allt verið í lagi, því hún skildi ekki dönsku. Og þar með samviskan hrein.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun