Tónlist

Fleetwood Mac á Wembley næsta sumar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stevie Nicks og Mike Fleetwood á tónleikum í Köln fyrir nokkrum árum.
Stevie Nicks og Mike Fleetwood á tónleikum í Köln fyrir nokkrum árum. vísir/epa
Bresk-bandaríska hljómsveitin Fleetwood Mac hefur tilkynnt að hún muni spila í London, Dublin og Berlín næsta sumar á tónleikaferðalagi um Evrópu. Mun hljómsveitin spila á Wembley í London þann 16. júní 2019 eftir að hafa spilað í Dublin og Berlín.  

Fleetwood Mac eru nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin en spila án gítarleikarans Lindsey Buckingham eftir að hann var rekinn úr bandinu í apríl síðastliðnum en þau Mick Fleetwood, Stevie Nicks, Christine McVie og John McVie eru enn öll að spila. Með þeim eru þeir Mike Campbell og Neil Finn.

„Við munum taka alla slagarana sem aðdáendur okkar elska með þeim Mike og Neil auk þess sem við munum koma áhorfendum á óvart með öðrum lögum frá ferli okkar,“ sögðu hljómsveitarmeðlimir.

Miðasala á tónleikana í Evrópu næsta sumar hefst á föstudag.

 



 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×