
Hópurinn hefur einnig hlotið fjármálafræðslu, sett upp sparnað og komið upp lánasjóði fyrir meðlimi samfélagsins sem kemur sér einstaklega vel. Til dæmis gat dóttir einna konunnar fengið hagstætt lán hjá sjóðnum fyrir námsgjöldum sem gerði henni kleift að stunda háskólanám. Þannig heldur vinna hópsins áfram að gefa til samfélagsins og styrkja það.
„Ég ákvað að taka þátt í verkefninu vegna þess að ég vissi að það myndi bæta hag heimilisins“ segir Candelaria Pec. „Með stuðningi frá UN Women getum við ræktað okkar eigin mat og bætt lífskjör okkar,“ segir hún en UN Women hefur stutt við bakið á rúmlega 1600 konum í sveitum Gvatemala. Af þeim hafa 135 stofnað eigið fyrirtæki. Stuðningur UN Women við dreifbýliskonur í Gvatemala gerir því hópi af konum í Polochic-dalnum kleift að færa björg í bú með eigin rekstri.
Ísland leggur mikla áherslu á jafnrétti kynjanna á heimsvísu og utanríkisráðuneytið telur í því samhengi mikilvægt að styðja við UN Women sem áherslustofnunar í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.
Vefur UN Women
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.