Þrumuskot Di Maria í uppbótartíma tryggði PSG stig Anton Ingi Leifsson skrifar 24. október 2018 21:00 Di Maria jafnar metin. vísir/getty Angel Di Maria bjargaði stigi fyrir PSG sem gerði 2-2 jafntefli við Napoli í París í kvöld en jöfnunarmarkið kom í uppbótartíma. Lorenzo Insigne kom Napoli yfir á 29. mínútu og þannig stóðu leikar þangað til á 61. mínútu er PSG jafnaði með sjálfsmarki Mario Rui. Dries Mertens kom Napoli aftur yfir á 77. mínútu en þrumuskot Angel Di Maria í uppbótartíma tryggði frönsku meisturunum 2-2 jafntefli. Liverpool er með sex stig á toppi riðilsins, Napoli er í öðru sætinu með fimm stig, PSG í þriðja sætinu með fjögur stig og Rauða Stjarnan með eitt stig á botninum. Meistaradeild Evrópu
Angel Di Maria bjargaði stigi fyrir PSG sem gerði 2-2 jafntefli við Napoli í París í kvöld en jöfnunarmarkið kom í uppbótartíma. Lorenzo Insigne kom Napoli yfir á 29. mínútu og þannig stóðu leikar þangað til á 61. mínútu er PSG jafnaði með sjálfsmarki Mario Rui. Dries Mertens kom Napoli aftur yfir á 77. mínútu en þrumuskot Angel Di Maria í uppbótartíma tryggði frönsku meisturunum 2-2 jafntefli. Liverpool er með sex stig á toppi riðilsins, Napoli er í öðru sætinu með fimm stig, PSG í þriðja sætinu með fjögur stig og Rauða Stjarnan með eitt stig á botninum.