Segir Hollywood og Tom Cruise geta lært margt af nýjustu mynd sinni Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2018 14:19 Leikstjórinn Benedikt Erlingsson. Vísir/Getty Eymd, ofbeldi, dauða, byssur og kynlíf er ekki að finna í kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð. Þetta sagði Benedikt þegar hann tók við spurningum úr sal eftir að myndin hafði verið sýnd í Los Angeles í tengslum við kvikmyndaverðlaun bandaríska vefmiðilsins The Wrap á miðvikudag.The Wrap fjallar um það sem Benedikt hafði að segja eftir að myndin hafði verið sýnd en hann sagði að þrátt fyrir að í myndina vantaði ýmislegt sem væri nánast staðalbúnaður í stórmyndum í dag, þá væri myndin spennumynd sem kvikmyndagerðarmenn í Hollywood gætu lært margt af. Sagði Benedikt myndina vera um njósnir, skemmdarverk, innri djöfla manneskjunnar. Myndin segi frá aðgerðasinna í þágu náttúruverndar sem sé eltur af íslenskum stjórnvöldum og stórfyrirtækjum sem skaða umhverfið.Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverk myndarinnar sem Benedikt Erlingsson leikstýrir.Vísir/GettyBenedikt sagði aðalsöguhetju myndarinnar í fylgd með þremur hljóðfæraleikurum sem elta hana um hlíðar, húsþök og heim til hennar. Sagði Benedikt að hann vildi óska að Hollywood-myndir gerðu meira af því. „Ímyndaðu þér Tom Cruise að bjarga heiminum með hljómsveit sér við hlið.“ Kona fer í stríð er framlag Íslendinga í flokk erlendra kvikmynda sem sækjast eftir tilnefningu til Óskarsverðlauna. Benedikt sagði við fjölmiðla að hann hefði sjálfur á sínum tíma verið aðgerðasinni og hlekkjað sig við hvalveiðibát til að koma í veg fyrir að hann héldi úr höfn til veiða. Hann segist hafa breytt um lífsstíl í dag til að reyna að verða umhverfisvænni. Hann hvetur stjórnmálamenn til að lofa fólki minna til að minnka álagið á jörðina. Tengdar fréttir Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður. 21. ágúst 2018 13:34 Rambó skellir sér í skautbúning Sjáið þessa mynd, látið heillast og fellið nokkur tár. Ef Kona sem fer í stríð hreyfir ekki við ykkur mæli ég með að þið pantið tíma hjá Lækna-Tómasi og biðjið hann um að finna í ykkur hjartað. 31. maí 2018 10:30 Jón Viðar leiðir Kona fer í stríð til slátrunar Óhætt er að segja að gagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson syndi á móti straumnum í gagnrýni sinni á Kona fer í stríð, kvikmynd Benedikts Erlingssonar sem hefur fengið góðar viðtökur í kvikmyndahúsum hér heima sem erlendis. 1. júlí 2018 12:37 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Eymd, ofbeldi, dauða, byssur og kynlíf er ekki að finna í kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð. Þetta sagði Benedikt þegar hann tók við spurningum úr sal eftir að myndin hafði verið sýnd í Los Angeles í tengslum við kvikmyndaverðlaun bandaríska vefmiðilsins The Wrap á miðvikudag.The Wrap fjallar um það sem Benedikt hafði að segja eftir að myndin hafði verið sýnd en hann sagði að þrátt fyrir að í myndina vantaði ýmislegt sem væri nánast staðalbúnaður í stórmyndum í dag, þá væri myndin spennumynd sem kvikmyndagerðarmenn í Hollywood gætu lært margt af. Sagði Benedikt myndina vera um njósnir, skemmdarverk, innri djöfla manneskjunnar. Myndin segi frá aðgerðasinna í þágu náttúruverndar sem sé eltur af íslenskum stjórnvöldum og stórfyrirtækjum sem skaða umhverfið.Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverk myndarinnar sem Benedikt Erlingsson leikstýrir.Vísir/GettyBenedikt sagði aðalsöguhetju myndarinnar í fylgd með þremur hljóðfæraleikurum sem elta hana um hlíðar, húsþök og heim til hennar. Sagði Benedikt að hann vildi óska að Hollywood-myndir gerðu meira af því. „Ímyndaðu þér Tom Cruise að bjarga heiminum með hljómsveit sér við hlið.“ Kona fer í stríð er framlag Íslendinga í flokk erlendra kvikmynda sem sækjast eftir tilnefningu til Óskarsverðlauna. Benedikt sagði við fjölmiðla að hann hefði sjálfur á sínum tíma verið aðgerðasinni og hlekkjað sig við hvalveiðibát til að koma í veg fyrir að hann héldi úr höfn til veiða. Hann segist hafa breytt um lífsstíl í dag til að reyna að verða umhverfisvænni. Hann hvetur stjórnmálamenn til að lofa fólki minna til að minnka álagið á jörðina.
Tengdar fréttir Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður. 21. ágúst 2018 13:34 Rambó skellir sér í skautbúning Sjáið þessa mynd, látið heillast og fellið nokkur tár. Ef Kona sem fer í stríð hreyfir ekki við ykkur mæli ég með að þið pantið tíma hjá Lækna-Tómasi og biðjið hann um að finna í ykkur hjartað. 31. maí 2018 10:30 Jón Viðar leiðir Kona fer í stríð til slátrunar Óhætt er að segja að gagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson syndi á móti straumnum í gagnrýni sinni á Kona fer í stríð, kvikmynd Benedikts Erlingssonar sem hefur fengið góðar viðtökur í kvikmyndahúsum hér heima sem erlendis. 1. júlí 2018 12:37 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður. 21. ágúst 2018 13:34
Rambó skellir sér í skautbúning Sjáið þessa mynd, látið heillast og fellið nokkur tár. Ef Kona sem fer í stríð hreyfir ekki við ykkur mæli ég með að þið pantið tíma hjá Lækna-Tómasi og biðjið hann um að finna í ykkur hjartað. 31. maí 2018 10:30
Jón Viðar leiðir Kona fer í stríð til slátrunar Óhætt er að segja að gagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson syndi á móti straumnum í gagnrýni sinni á Kona fer í stríð, kvikmynd Benedikts Erlingssonar sem hefur fengið góðar viðtökur í kvikmyndahúsum hér heima sem erlendis. 1. júlí 2018 12:37