Fótbolti

Björn Bergmann með sigurmark Rostov

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björn Bergmann í leik með Rostov gegn CSKA fyrr á tímabilinu.
Björn Bergmann í leik með Rostov gegn CSKA fyrr á tímabilinu. vísir/getty
Björn Bergmann Sigurðarson var hetja Rostov sem vann 1-0 sigur á FC Anzhi Makhachkala í rússnesku úrvalsdeildinni.

Björn Bergmann skoraði eina mark leiksins á 37. mínútu en hann spilaði fyrstu 70 mínúturnar í fremstu víglínu Rostov.

Sverrir Ingi Ingason og Ragnar Sigurðsson stóðu sem fyrr vaktina í vörn Rostov og fjórði Íslendingurinn, Viðar Örn Kjartansson, spilaði síðustu fjórar mínúturnar.

Rostov er í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Zenit, en Íslendingaliðin Krasnodar og CSKA Moskva geta skotist upp fyrir Rostov á morgun er þau mætast innbyrðis.

Samúel Kári Friðjónsson sat allan tímann á varabekknum er Vålerenga tapaði 2-0 fyrir Strømsgodset í norsku úrvalsdeildinni. Vålerenga er í áttunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×