Lýðheilsa á uppleið en menntun hnignar Heimsljós kynnir 29. október 2018 17:00 Frá Úganda gunnisal Stjórnarfar meðal Afríkuþjóða fer hægt batnandi er meginniðurstaða Ibrahim vísitölunnar sem árlega er gefin út af Mo Ibrahim stofnuninni í London og mælir stjórnafar í Afríku. Vísitalan var kynnt í dag. Hagvöxtur í álfunni hefur hins vegar ekki ýtt undir verulegar framfarir og menntun fer hnignandi, segir í frétt frá stofnuninni. Vísitalan nær til 54 Afríkuríkja og mælir árlega fjóra meginþætti sem tengjast stjórnarfari: öryggi og réttarfar, þátttaka og mannréttindi, sjálfbær efnahagsleg tækifæri og mannauður. Samkvæmt Ibrahim vísitölunni 2018 er margt jákvætt að segja um þróun stjórnarfars í Afríku, einkum af lýðheilsu. Níu af hverjum tíu íbúum álfunnar búa meðal þjóða þar sem heilsufar hefur skánað síðasta áratuginn, ungbarnadauði hefur minnkað og meðferðarúrræði gegn alnæmi hafa batnað í öllum löndum. Einnig hafa grunnviðir samfélaganna batnað og dregið hefur jafnt og þétt úr kynjamisrétti. Hins vegar eru blikur á lofti í menntamálum. Gífurleg fólksfjölgun – um 26% á síðasta áratug sem þýðir að 60% íbúa álfunnar eru yngri en 25 ára – hefur leitt til þess að afturför er merkjanleg í menntamálum og þjóðir Afríku eru að mati skýrsluhöfunda hvorki að tryggja nemendum gæðamenntun né mæta þörfum hagkerfisins. Fram kemur í skýrslunni að nokkrar þjóðir Afríku standi sig ágætlega. Besta dæmið sé Fílabeinsströndin. Á öllum fjórtán undirmælikvörðum vísitölunnar hafi Fílabeinsströndin bætt sig frá fyrra ári. Margar aðrar þjóðir bæta sig á sumum sviðum en standa lakar á öðrum. Átján þjóðir sýni verri heildarniðurstöðu á sviði stjórnarfars en fyrir tíu árum. Íslendingar hafa í tvíhliða þróunarsamvinnu með samstarfsþjóðunum í Afríku, Malaví og Úganda, stutt við bakið á héraðsstjórnum í viðleitni þeirra að bæta hag íbúanna hvað varðar bæði heilsufar og menntun. Á undanförnum árum hefur árangur Malaví í lækkun ungbarnadauða vakið mikla athygli en stuðningur við mæður og ungbörn eitt af þeim meginverkefnum þar sem íslenskt þróunarfé er nýtt í lýðheilsumálum. Þá hefur árangur barna í menntamálum, í samstarfshéraði okkar í Úganda, Buikwe, vakið mikla eftirtekt og verið umfjöllunarefni fjölmiðla.Skýrsla Ibrahim stofnunarinnarÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Afríka Þróunarsamvinna Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent
Stjórnarfar meðal Afríkuþjóða fer hægt batnandi er meginniðurstaða Ibrahim vísitölunnar sem árlega er gefin út af Mo Ibrahim stofnuninni í London og mælir stjórnafar í Afríku. Vísitalan var kynnt í dag. Hagvöxtur í álfunni hefur hins vegar ekki ýtt undir verulegar framfarir og menntun fer hnignandi, segir í frétt frá stofnuninni. Vísitalan nær til 54 Afríkuríkja og mælir árlega fjóra meginþætti sem tengjast stjórnarfari: öryggi og réttarfar, þátttaka og mannréttindi, sjálfbær efnahagsleg tækifæri og mannauður. Samkvæmt Ibrahim vísitölunni 2018 er margt jákvætt að segja um þróun stjórnarfars í Afríku, einkum af lýðheilsu. Níu af hverjum tíu íbúum álfunnar búa meðal þjóða þar sem heilsufar hefur skánað síðasta áratuginn, ungbarnadauði hefur minnkað og meðferðarúrræði gegn alnæmi hafa batnað í öllum löndum. Einnig hafa grunnviðir samfélaganna batnað og dregið hefur jafnt og þétt úr kynjamisrétti. Hins vegar eru blikur á lofti í menntamálum. Gífurleg fólksfjölgun – um 26% á síðasta áratug sem þýðir að 60% íbúa álfunnar eru yngri en 25 ára – hefur leitt til þess að afturför er merkjanleg í menntamálum og þjóðir Afríku eru að mati skýrsluhöfunda hvorki að tryggja nemendum gæðamenntun né mæta þörfum hagkerfisins. Fram kemur í skýrslunni að nokkrar þjóðir Afríku standi sig ágætlega. Besta dæmið sé Fílabeinsströndin. Á öllum fjórtán undirmælikvörðum vísitölunnar hafi Fílabeinsströndin bætt sig frá fyrra ári. Margar aðrar þjóðir bæta sig á sumum sviðum en standa lakar á öðrum. Átján þjóðir sýni verri heildarniðurstöðu á sviði stjórnarfars en fyrir tíu árum. Íslendingar hafa í tvíhliða þróunarsamvinnu með samstarfsþjóðunum í Afríku, Malaví og Úganda, stutt við bakið á héraðsstjórnum í viðleitni þeirra að bæta hag íbúanna hvað varðar bæði heilsufar og menntun. Á undanförnum árum hefur árangur Malaví í lækkun ungbarnadauða vakið mikla athygli en stuðningur við mæður og ungbörn eitt af þeim meginverkefnum þar sem íslenskt þróunarfé er nýtt í lýðheilsumálum. Þá hefur árangur barna í menntamálum, í samstarfshéraði okkar í Úganda, Buikwe, vakið mikla eftirtekt og verið umfjöllunarefni fjölmiðla.Skýrsla Ibrahim stofnunarinnarÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Afríka Þróunarsamvinna Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent