Föstudagsplaylisti Curvers Thoroddsen Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 12. október 2018 12:45 Curver er þekktur fyrir uppátækjasemi sína. Vísir/Vilhelm Curver Thoroddsen tónlistar- og myndlistarmaður hefur komið víða við á löngum ferli en er hvað þekktastur fyrir raftónlistarverkefni sitt og Einars Arnar Bendiktssonar, Ghostigital. Auk þess að vera meðlimur í Ghostigital sér hann um upptökustjórn hjá verkefninu en hann er afkastamikill upptökustjóri. Sem dæmi má nefna að hann vann náið með Mammút að síðustu plötu sveitarinnar, Kinder Versions, sem fékk frábærar viðtökur eftir að hún kom út í fyrra. 1. febrúar 2006 tók hann upp á því að breyta nafni sínu, sem þá var Birgir Örn Thoroddsen, í Curver Thoroddsen. Þetta undirstrikaði hann með heilsíðuauglýsingu í DV þess efnis. Hann hefur síðan þá staðið í stappi við mannanafnanefnd um að breyta nafninu lagalega og kom nýlega af stað myllumerkinu #FuckTheHumanNameCommittee vegna þess. Á morgun frumflytur hann verk til heiðurs tónskáldinu Atla Heimi Sveinssyni á hátíðinni ErkiTíð. Verkið er unnið upp úr heilum helling tónverka og laga eftir Atla Heimi. Atli er talinn eitt virtasta tónskáld okkar Íslendinga. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var hann eina íslenska tónskáldið sem bæði „hneykslaði íslenska smáborgara með brjáluðum tilraunaverkum“ og „yljaði þeim um hjartarætur með yndisfögrum laglínum sem enginn vildi vera án,“ samkvæmt tónfræðingnum Árna Heimi Ingólfssyni. Það má segja að lagavalið hjá Curver sé undir einhverjum áhrifum frá Atla og verkinu sem hann sjálfur frumflytur á morgun, en listinn ætti þó að koma flestum í föstudagsgírinn. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Curver Thoroddsen tónlistar- og myndlistarmaður hefur komið víða við á löngum ferli en er hvað þekktastur fyrir raftónlistarverkefni sitt og Einars Arnar Bendiktssonar, Ghostigital. Auk þess að vera meðlimur í Ghostigital sér hann um upptökustjórn hjá verkefninu en hann er afkastamikill upptökustjóri. Sem dæmi má nefna að hann vann náið með Mammút að síðustu plötu sveitarinnar, Kinder Versions, sem fékk frábærar viðtökur eftir að hún kom út í fyrra. 1. febrúar 2006 tók hann upp á því að breyta nafni sínu, sem þá var Birgir Örn Thoroddsen, í Curver Thoroddsen. Þetta undirstrikaði hann með heilsíðuauglýsingu í DV þess efnis. Hann hefur síðan þá staðið í stappi við mannanafnanefnd um að breyta nafninu lagalega og kom nýlega af stað myllumerkinu #FuckTheHumanNameCommittee vegna þess. Á morgun frumflytur hann verk til heiðurs tónskáldinu Atla Heimi Sveinssyni á hátíðinni ErkiTíð. Verkið er unnið upp úr heilum helling tónverka og laga eftir Atla Heimi. Atli er talinn eitt virtasta tónskáld okkar Íslendinga. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var hann eina íslenska tónskáldið sem bæði „hneykslaði íslenska smáborgara með brjáluðum tilraunaverkum“ og „yljaði þeim um hjartarætur með yndisfögrum laglínum sem enginn vildi vera án,“ samkvæmt tónfræðingnum Árna Heimi Ingólfssyni. Það má segja að lagavalið hjá Curver sé undir einhverjum áhrifum frá Atla og verkinu sem hann sjálfur frumflytur á morgun, en listinn ætti þó að koma flestum í föstudagsgírinn.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira