Föstudagsplaylisti Curvers Thoroddsen Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 12. október 2018 12:45 Curver er þekktur fyrir uppátækjasemi sína. Vísir/Vilhelm Curver Thoroddsen tónlistar- og myndlistarmaður hefur komið víða við á löngum ferli en er hvað þekktastur fyrir raftónlistarverkefni sitt og Einars Arnar Bendiktssonar, Ghostigital. Auk þess að vera meðlimur í Ghostigital sér hann um upptökustjórn hjá verkefninu en hann er afkastamikill upptökustjóri. Sem dæmi má nefna að hann vann náið með Mammút að síðustu plötu sveitarinnar, Kinder Versions, sem fékk frábærar viðtökur eftir að hún kom út í fyrra. 1. febrúar 2006 tók hann upp á því að breyta nafni sínu, sem þá var Birgir Örn Thoroddsen, í Curver Thoroddsen. Þetta undirstrikaði hann með heilsíðuauglýsingu í DV þess efnis. Hann hefur síðan þá staðið í stappi við mannanafnanefnd um að breyta nafninu lagalega og kom nýlega af stað myllumerkinu #FuckTheHumanNameCommittee vegna þess. Á morgun frumflytur hann verk til heiðurs tónskáldinu Atla Heimi Sveinssyni á hátíðinni ErkiTíð. Verkið er unnið upp úr heilum helling tónverka og laga eftir Atla Heimi. Atli er talinn eitt virtasta tónskáld okkar Íslendinga. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var hann eina íslenska tónskáldið sem bæði „hneykslaði íslenska smáborgara með brjáluðum tilraunaverkum“ og „yljaði þeim um hjartarætur með yndisfögrum laglínum sem enginn vildi vera án,“ samkvæmt tónfræðingnum Árna Heimi Ingólfssyni. Það má segja að lagavalið hjá Curver sé undir einhverjum áhrifum frá Atla og verkinu sem hann sjálfur frumflytur á morgun, en listinn ætti þó að koma flestum í föstudagsgírinn. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Tíska og hönnun Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Curver Thoroddsen tónlistar- og myndlistarmaður hefur komið víða við á löngum ferli en er hvað þekktastur fyrir raftónlistarverkefni sitt og Einars Arnar Bendiktssonar, Ghostigital. Auk þess að vera meðlimur í Ghostigital sér hann um upptökustjórn hjá verkefninu en hann er afkastamikill upptökustjóri. Sem dæmi má nefna að hann vann náið með Mammút að síðustu plötu sveitarinnar, Kinder Versions, sem fékk frábærar viðtökur eftir að hún kom út í fyrra. 1. febrúar 2006 tók hann upp á því að breyta nafni sínu, sem þá var Birgir Örn Thoroddsen, í Curver Thoroddsen. Þetta undirstrikaði hann með heilsíðuauglýsingu í DV þess efnis. Hann hefur síðan þá staðið í stappi við mannanafnanefnd um að breyta nafninu lagalega og kom nýlega af stað myllumerkinu #FuckTheHumanNameCommittee vegna þess. Á morgun frumflytur hann verk til heiðurs tónskáldinu Atla Heimi Sveinssyni á hátíðinni ErkiTíð. Verkið er unnið upp úr heilum helling tónverka og laga eftir Atla Heimi. Atli er talinn eitt virtasta tónskáld okkar Íslendinga. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var hann eina íslenska tónskáldið sem bæði „hneykslaði íslenska smáborgara með brjáluðum tilraunaverkum“ og „yljaði þeim um hjartarætur með yndisfögrum laglínum sem enginn vildi vera án,“ samkvæmt tónfræðingnum Árna Heimi Ingólfssyni. Það má segja að lagavalið hjá Curver sé undir einhverjum áhrifum frá Atla og verkinu sem hann sjálfur frumflytur á morgun, en listinn ætti þó að koma flestum í föstudagsgírinn.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Tíska og hönnun Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira