Ákvörðun stjórnvalda um móttöku flóttafólks á næsta ári Heimsljós kynnir 12. október 2018 19:00 Vetrarfatnaði dreift í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Ríkisstjórnin tók í dag ákvörðun um móttöku allt að 75 flóttamanna á næsta ári, að stærstun hluta Sýrlendingum sem staddir eru í Líbanon en einnig hinsegin flóttamönnum og fjölskyldum þeirra sem nú eru í Kenía. Ákvörðunin byggist á tillögum flóttamannanefndar í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í fjórða sinn sem stjórnvöld taka á móti sýrlensku flóttafólki en fyrsti hópurinn kom hingað árið 2015 og í þriðja sinn sem tekið er á móti hinsegin flóttafólki. Sýrlendingar eru fjölmennastir í hópi fólks á flótta í heiminum sem er í þörf fyrir alþjóðlega vernd. Sýrlenskir flóttamenn í Líbanon telja yfir milljón manns, búa þar við þröngan kost og staða þeirra hefur farið síversnandi. Þess má geta að um 55% sýrlenskra barna á flótta sem stödd eru í Líbanon hafa ekki aðgang að formlegri menntun. Staða hinsegin flóttafólks í Afríku er viðkvæm vegna útbreiddra fordóma. Algengt er að hinsegin flóttafólk og fjölskyldur þess verði fórnarlömb ofbeldis í flóttamannabúðum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skilgreinir nú alls 19,9 milljónir manna sem flóttafólk og áætlar stofnunin að af þeim séu 1,4 milljónir í brýnni þörf fyrir að komast í öruggt skjól. Þótt ríkjum sem taki á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafi fjölgað á liðnum áru, er samt tekið á móti færri einstaklingum en áður. Fækkunin milli áranna 2016 og 2017 nam 48% en árið 2017 voru þetta um 65.000 einstaklingar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sent þjóðum heims ákall um að taka á móti fleira flóttafólki á næsta ári. Skipulögð móttaka flóttafólks bjargar ekki aðeins mannslífum og kemur í veg fyrir að einstaklingar leggi af stað í lífshættuleg ferðalög, heldur léttir það einnig á þeim ríkjum sem bera hvað þyngstar byrðar þegar kemur að málefnum flóttafólks. Um 85% alls flóttafólks í heiminum dvelja nú í grannríkjum landa þar sem stríðsátök eiga sér stað. Næstu skref vegna áformaðrar móttöku flóttafólks hér á landi verða að upplýsa Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna um ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Stofnunin leggur í framhaldi af því fram upplýsingar um þá einstaklinga sem hún telur koma til greina að bjóða til Íslands og verður unnið úr þeim upplýsingum hér á landi, meðal annars með aðkomu Útlendingastofnunar. Þegar fyrir liggur hverjum verður tekið á móti og þar með upplýsingar um samsetningu hópsins, aldur, fjölskyldusamsetningu og fleira tengt aðstæðum þeirra og þörfum, semur velferðarráðuneytið við tiltekið sveitarfélag eða sveitarfélög um móttöku fólksins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent
Ríkisstjórnin tók í dag ákvörðun um móttöku allt að 75 flóttamanna á næsta ári, að stærstun hluta Sýrlendingum sem staddir eru í Líbanon en einnig hinsegin flóttamönnum og fjölskyldum þeirra sem nú eru í Kenía. Ákvörðunin byggist á tillögum flóttamannanefndar í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í fjórða sinn sem stjórnvöld taka á móti sýrlensku flóttafólki en fyrsti hópurinn kom hingað árið 2015 og í þriðja sinn sem tekið er á móti hinsegin flóttafólki. Sýrlendingar eru fjölmennastir í hópi fólks á flótta í heiminum sem er í þörf fyrir alþjóðlega vernd. Sýrlenskir flóttamenn í Líbanon telja yfir milljón manns, búa þar við þröngan kost og staða þeirra hefur farið síversnandi. Þess má geta að um 55% sýrlenskra barna á flótta sem stödd eru í Líbanon hafa ekki aðgang að formlegri menntun. Staða hinsegin flóttafólks í Afríku er viðkvæm vegna útbreiddra fordóma. Algengt er að hinsegin flóttafólk og fjölskyldur þess verði fórnarlömb ofbeldis í flóttamannabúðum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skilgreinir nú alls 19,9 milljónir manna sem flóttafólk og áætlar stofnunin að af þeim séu 1,4 milljónir í brýnni þörf fyrir að komast í öruggt skjól. Þótt ríkjum sem taki á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafi fjölgað á liðnum áru, er samt tekið á móti færri einstaklingum en áður. Fækkunin milli áranna 2016 og 2017 nam 48% en árið 2017 voru þetta um 65.000 einstaklingar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sent þjóðum heims ákall um að taka á móti fleira flóttafólki á næsta ári. Skipulögð móttaka flóttafólks bjargar ekki aðeins mannslífum og kemur í veg fyrir að einstaklingar leggi af stað í lífshættuleg ferðalög, heldur léttir það einnig á þeim ríkjum sem bera hvað þyngstar byrðar þegar kemur að málefnum flóttafólks. Um 85% alls flóttafólks í heiminum dvelja nú í grannríkjum landa þar sem stríðsátök eiga sér stað. Næstu skref vegna áformaðrar móttöku flóttafólks hér á landi verða að upplýsa Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna um ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Stofnunin leggur í framhaldi af því fram upplýsingar um þá einstaklinga sem hún telur koma til greina að bjóða til Íslands og verður unnið úr þeim upplýsingum hér á landi, meðal annars með aðkomu Útlendingastofnunar. Þegar fyrir liggur hverjum verður tekið á móti og þar með upplýsingar um samsetningu hópsins, aldur, fjölskyldusamsetningu og fleira tengt aðstæðum þeirra og þörfum, semur velferðarráðuneytið við tiltekið sveitarfélag eða sveitarfélög um móttöku fólksins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent