Utanríkisráðuneytið vill fjölga samstarfsaðilum að þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð Heimsljós kynnir 19. október 2018 10:00 Barn í SOS barnaþorpi í Gulu, Úganda. gunnisal „Ráðuneytið vonast til þess að fjölga samstarfsaðilum á þessu sviði, sérstaklega með skírskotun til áherslu á mannréttindi og samstarf við atvinnulífið,“ segir Vilhjálmur Wiium deildarstjóri tvíhliða þróunarsamvinnu í utanríkisráðuneytinu. Eins og flestum er kunnugt starfar utanríkisráðuneytið með íslenskum félagasamtökum að alþjóðlegri þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. „Ár hvert veitir utanríkisráðuneytið styrki til verkefna í þróunarríkjum sem annað hvort njóta stuðnings frá félagasamtökum eða eru framkvæmd af þeim. Á síðasta ári námu heildarframlög ráðuneytisins til slíkra verkefna tæplega 300 milljónum króna,“ segir Vilhjálmur og bendir á að yfirlit yfir þau verkefni sem styrkjum var úthlutað til á síðasta ári sé að finna á vef utanríkisráðuneytisins. Að sögn Vilhjálms stendur núna yfir endurskoðun á úthlutunarreglum ráðuneytisins til slíkra verkefna í samræmi við nýja reglugerð fjármála- og efnahagsráðuneytisins um styrkveitingar ráðherra nr. 642/2018. Hafi samtök áhuga á að fá nánari upplýsingar um samstarfsmöguleika við ráðuneytið í málaflokknum eða styrkveitingar til félagasamtaka eru forráðamenn þeirra hvattir til að senda tölvupóst á netfangið felagasamtok.styrkir@utn.stjr.is með efnislínunni „Samstarf við félagasamtök“. Til stendur að auglýsa eftir umsóknum frá félagasamtökum um styrki til þróunarsamvinnu- og mannúðarverkefna á næstunni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent
„Ráðuneytið vonast til þess að fjölga samstarfsaðilum á þessu sviði, sérstaklega með skírskotun til áherslu á mannréttindi og samstarf við atvinnulífið,“ segir Vilhjálmur Wiium deildarstjóri tvíhliða þróunarsamvinnu í utanríkisráðuneytinu. Eins og flestum er kunnugt starfar utanríkisráðuneytið með íslenskum félagasamtökum að alþjóðlegri þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. „Ár hvert veitir utanríkisráðuneytið styrki til verkefna í þróunarríkjum sem annað hvort njóta stuðnings frá félagasamtökum eða eru framkvæmd af þeim. Á síðasta ári námu heildarframlög ráðuneytisins til slíkra verkefna tæplega 300 milljónum króna,“ segir Vilhjálmur og bendir á að yfirlit yfir þau verkefni sem styrkjum var úthlutað til á síðasta ári sé að finna á vef utanríkisráðuneytisins. Að sögn Vilhjálms stendur núna yfir endurskoðun á úthlutunarreglum ráðuneytisins til slíkra verkefna í samræmi við nýja reglugerð fjármála- og efnahagsráðuneytisins um styrkveitingar ráðherra nr. 642/2018. Hafi samtök áhuga á að fá nánari upplýsingar um samstarfsmöguleika við ráðuneytið í málaflokknum eða styrkveitingar til félagasamtaka eru forráðamenn þeirra hvattir til að senda tölvupóst á netfangið felagasamtok.styrkir@utn.stjr.is með efnislínunni „Samstarf við félagasamtök“. Til stendur að auglýsa eftir umsóknum frá félagasamtökum um styrki til þróunarsamvinnu- og mannúðarverkefna á næstunni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent