Ísland styður yfirlýsingu um aðgerðir gegn kynferðislegri misnotkun í þróunarsamvinnu og mannúðarstarfi Heimsljós kynnir 19. október 2018 16:00 Einn af umræðuhópunum á ráðstefnunni. ©DFID/MichaelHughes Ísland og önnur framlagsríki skuldbundu sig á ráðstefnu í London í gær til að framfylgja nýjum alþjóðlegum viðmiðum til að fyrirbyggja kynferðislega misbeitingu og misnotkun á vettvangi í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Viðmiðin spanna allt frá siðferðilegum skyldum, að ráðningu starfsfólks og kæru- og úrlausnarmeðferðar mála. Rúmlega 500 manns sem starfa á sviði þróunarsamvinnu og mannúðarmála komu saman í London í gær til að ræða og ná samkomulagi um aðgerðir gegn kynferðislegri misnotkun og misbeitingu á vettvangi. „Á fundinum voru þolendur kynferðisofbeldis í fyrirrúmi og fengu raddir þeirra meðal annars að heyrast í gegnum áhrifamikið myndskeið sem setti tóninn fyrir komandi umræður,“ segir Pálína Björk Matthíasdóttir sendifulltrúi sem sótti fundinn fyrir Íslands hönd. Hún segir brýnt að koma í veg fyrir að starfsfólk geti misnotað aðstöðu sína í starfi með viðkvæmum hópum fólks um allan heim, en ljóst sé að varnarlausar konur og börn á neyðarsvæðum eru í sérstakri hættu. „Dæmi eru um að kynlíf hafi verið notað sem gjaldmiðill gegn aðgengi að vistum og mataraðstoð,“ segir Pálína. Þátttakendur fundarins sammæltust að sögn Pálínu um að taka þurfi á valdaófjafnvægi og breyta stofnanamenningu sem gerir það að verkum að kynferðisleg misnotkun og áreiti geti þrifist. Þá þurfi að efla fræðslu, tryggja að til staðar séu tilkynningakerfi sem vernda trúnað fórnalamba jafnt sem uppljóstrara, og efla kæru- og úrslaunarmeðferð ábendinga sem berast um óviðeigandi hegðun og mögulega misnotkun á vettvangi. „Málefnið hefur mikið verið rætt innan þróunargeirans í kjölfar Oxfam hneykslisins fyrr á þessu ári, enda ljóst að aðgerða væri þörf. Fjöldi alþjóðastofnana, framlagsríkja og frjálsra félagasamtaka hafa tekið höndum saman um að efla starf sitt á þessu sviði, bæði með því að koma í veg fyrir frekari misnotkun og misbeitingu á vettvangi og bregðast betur við þeim málum sem upp koma. Umræðan tengist #metoo vakningunni, en myllumerkið #aidtoo hefur verið notað þegar vakin er athygli á málefninu innan þróunargeirans,“ segir Pálína.Yfirlýsing fundarins (pdf)Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent
Ísland og önnur framlagsríki skuldbundu sig á ráðstefnu í London í gær til að framfylgja nýjum alþjóðlegum viðmiðum til að fyrirbyggja kynferðislega misbeitingu og misnotkun á vettvangi í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Viðmiðin spanna allt frá siðferðilegum skyldum, að ráðningu starfsfólks og kæru- og úrlausnarmeðferðar mála. Rúmlega 500 manns sem starfa á sviði þróunarsamvinnu og mannúðarmála komu saman í London í gær til að ræða og ná samkomulagi um aðgerðir gegn kynferðislegri misnotkun og misbeitingu á vettvangi. „Á fundinum voru þolendur kynferðisofbeldis í fyrirrúmi og fengu raddir þeirra meðal annars að heyrast í gegnum áhrifamikið myndskeið sem setti tóninn fyrir komandi umræður,“ segir Pálína Björk Matthíasdóttir sendifulltrúi sem sótti fundinn fyrir Íslands hönd. Hún segir brýnt að koma í veg fyrir að starfsfólk geti misnotað aðstöðu sína í starfi með viðkvæmum hópum fólks um allan heim, en ljóst sé að varnarlausar konur og börn á neyðarsvæðum eru í sérstakri hættu. „Dæmi eru um að kynlíf hafi verið notað sem gjaldmiðill gegn aðgengi að vistum og mataraðstoð,“ segir Pálína. Þátttakendur fundarins sammæltust að sögn Pálínu um að taka þurfi á valdaófjafnvægi og breyta stofnanamenningu sem gerir það að verkum að kynferðisleg misnotkun og áreiti geti þrifist. Þá þurfi að efla fræðslu, tryggja að til staðar séu tilkynningakerfi sem vernda trúnað fórnalamba jafnt sem uppljóstrara, og efla kæru- og úrslaunarmeðferð ábendinga sem berast um óviðeigandi hegðun og mögulega misnotkun á vettvangi. „Málefnið hefur mikið verið rætt innan þróunargeirans í kjölfar Oxfam hneykslisins fyrr á þessu ári, enda ljóst að aðgerða væri þörf. Fjöldi alþjóðastofnana, framlagsríkja og frjálsra félagasamtaka hafa tekið höndum saman um að efla starf sitt á þessu sviði, bæði með því að koma í veg fyrir frekari misnotkun og misbeitingu á vettvangi og bregðast betur við þeim málum sem upp koma. Umræðan tengist #metoo vakningunni, en myllumerkið #aidtoo hefur verið notað þegar vakin er athygli á málefninu innan þróunargeirans,“ segir Pálína.Yfirlýsing fundarins (pdf)Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent