Mannréttindi nýtt áherslusvið í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands Heimsljós kynnir 12. september 2018 09:00 gunnisal Samkvæmt drögum að nýrri stefnu í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands er að finna þau nýmæli að mannréttindi fá aukið vægi í stefnunni sem verður lögð fram á haustþingi og gildir frá árinu 2019 til 2023. Þar segir að Ísland leggi mannréttindi til grundvallar stefnu sinni með þá sýn að leiðarljósi að fátækt sé ekki aðeins skortur á efnislegum gæðum heldur einnig skortur á öryggi, valdi og stjórn yfir eigin aðstæðum. Utanríkisráðuneytið óskar eftir athugasemdum eða hugmyndum almennings og annarra haghafa um stefnuna og opið er fyrir innsendingu umsagna til miðnættis á morgun, 13. september. Í kaflanum um mannréttindi segir að jafnrétti kynjanna og réttindi barna verði í öndvegi og sérstök áhersla verði lögð á berskjaldaða hópa. „Þróunarsamvinna Íslands endurspegli þannig þau gildi sem íslenskt samfélag hefur í heiðri; virðingu fyrir lýðræði, mannréttindum, fjölbreytileika og umburðarlyndi, réttlæti og samstöðu. Ábyrgð, árangur og áreiðanleiki verði höfð að leiðarljósi í öllu starfi Íslands á þessu sviði.“Þrjú leiðarljósÍ kafla um áherslur og markmið eru leiðarljósin í þróunarsamvinnu Íslands þrjú: mannréttindi, jafnrétti kynjanna og sjálfbær þróun. Þar segir að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum í baráttunni gegn hungri og sárafátækt og beiti sér fyrir að aukin hagsæld samfélaga skili sér til þeirra fátækustu og leiði til aukins jafnaðar. Þá verði lögð áhersla á að styðja við óstöðug ríki og þau fátækustu og stuðla að friði á alþjóðavettvangi. „Í þróunarsamvinnu Íslands verði lögð áhersla á svið þar sem sérþekking Íslands getur nýst í baráttunni gegn fátækt og fyrir framgangi Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Í því samhengi verði unnið að einu yfirmarkmiði og tveimur meginmarkmiðum er láta að uppbyggingu félagslegra innviða og starfa í þágu friðar, og verndunar jarðarinnar og sjálfbærrar nýtingar auðlinda,“ segir í drögunum. Yfirmarkmið Íslands verði að draga úr fátækt og hungri og stuðla að almennri velferð á grundvelli mannréttinda, kynjajafnréttis og sjálfbærrar þróunar. Meginmarkmiðin tvö verði annars vegar uppbygging félagslegra innviða og störf í þágu friðar og hins vegar verndun jarðarinnar og sjálfbær nýting náttúruauðlinda. Í drögunum er nánari grein gerð fyrir meginmarkmiðunum báðum og tengingu þeirra við Heimsmarkmiðin.Framlög hækkuðSamkvæmt lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands frá 2008 á utanríkisráðherra fimmta hvert ár leggja fram tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands til fimm ára í senn. Í drögunum að nýrri stefnu stjórnvalda segir að Ísland styðji framtíðarsýn Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og leitist við að uppfylla pólitískar, lagalegar og siðferðislegar skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna með virkri þátttöku í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Fram kemur ennfremur að stefnt sé að því að Ísland auki framlög til þróunarsamvinnu á næstu árum og að þau verði 0,35% af þjóðartekjum árið 2022. Á gildistíma stefnunnar er áformað að fram fari greining á nýjum samstarfslöndum, áherslulöndum og svæðasamtarfi og mögulega verði tekið upp samstarf við eitthvert landanna og nýjum verkefnum sinnt á gildistímanum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent
Samkvæmt drögum að nýrri stefnu í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands er að finna þau nýmæli að mannréttindi fá aukið vægi í stefnunni sem verður lögð fram á haustþingi og gildir frá árinu 2019 til 2023. Þar segir að Ísland leggi mannréttindi til grundvallar stefnu sinni með þá sýn að leiðarljósi að fátækt sé ekki aðeins skortur á efnislegum gæðum heldur einnig skortur á öryggi, valdi og stjórn yfir eigin aðstæðum. Utanríkisráðuneytið óskar eftir athugasemdum eða hugmyndum almennings og annarra haghafa um stefnuna og opið er fyrir innsendingu umsagna til miðnættis á morgun, 13. september. Í kaflanum um mannréttindi segir að jafnrétti kynjanna og réttindi barna verði í öndvegi og sérstök áhersla verði lögð á berskjaldaða hópa. „Þróunarsamvinna Íslands endurspegli þannig þau gildi sem íslenskt samfélag hefur í heiðri; virðingu fyrir lýðræði, mannréttindum, fjölbreytileika og umburðarlyndi, réttlæti og samstöðu. Ábyrgð, árangur og áreiðanleiki verði höfð að leiðarljósi í öllu starfi Íslands á þessu sviði.“Þrjú leiðarljósÍ kafla um áherslur og markmið eru leiðarljósin í þróunarsamvinnu Íslands þrjú: mannréttindi, jafnrétti kynjanna og sjálfbær þróun. Þar segir að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum í baráttunni gegn hungri og sárafátækt og beiti sér fyrir að aukin hagsæld samfélaga skili sér til þeirra fátækustu og leiði til aukins jafnaðar. Þá verði lögð áhersla á að styðja við óstöðug ríki og þau fátækustu og stuðla að friði á alþjóðavettvangi. „Í þróunarsamvinnu Íslands verði lögð áhersla á svið þar sem sérþekking Íslands getur nýst í baráttunni gegn fátækt og fyrir framgangi Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Í því samhengi verði unnið að einu yfirmarkmiði og tveimur meginmarkmiðum er láta að uppbyggingu félagslegra innviða og starfa í þágu friðar, og verndunar jarðarinnar og sjálfbærrar nýtingar auðlinda,“ segir í drögunum. Yfirmarkmið Íslands verði að draga úr fátækt og hungri og stuðla að almennri velferð á grundvelli mannréttinda, kynjajafnréttis og sjálfbærrar þróunar. Meginmarkmiðin tvö verði annars vegar uppbygging félagslegra innviða og störf í þágu friðar og hins vegar verndun jarðarinnar og sjálfbær nýting náttúruauðlinda. Í drögunum er nánari grein gerð fyrir meginmarkmiðunum báðum og tengingu þeirra við Heimsmarkmiðin.Framlög hækkuðSamkvæmt lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands frá 2008 á utanríkisráðherra fimmta hvert ár leggja fram tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands til fimm ára í senn. Í drögunum að nýrri stefnu stjórnvalda segir að Ísland styðji framtíðarsýn Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og leitist við að uppfylla pólitískar, lagalegar og siðferðislegar skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna með virkri þátttöku í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Fram kemur ennfremur að stefnt sé að því að Ísland auki framlög til þróunarsamvinnu á næstu árum og að þau verði 0,35% af þjóðartekjum árið 2022. Á gildistíma stefnunnar er áformað að fram fari greining á nýjum samstarfslöndum, áherslulöndum og svæðasamtarfi og mögulega verði tekið upp samstarf við eitthvert landanna og nýjum verkefnum sinnt á gildistímanum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent