Fundur kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum Heimsljós kynnir 26. september 2018 09:00 Höfuðstöðvar Alþjóðabankans í Washington D.C. World Bank / Simone D. McCourtie (CC BY-NC-ND 2.0) Fundur kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum var haldinn dagana 24. og 25. september sl. í Reykjavík. Kjördæmið hittist reglulega í höfuðborgum ríkjanna til að samræma afstöðu og bera saman bækur í aðdraganda ársfunda og vorfunda Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en næsti ársfundur verður haldinn dagana 12.-14. október nk. Það sem ber hæst í nýjum áherslum í starfi Alþjóðabankans er hvernig nýta má mannauð og nýja tækni til framþróunar. Á sama tíma og kallað er eftir auknum fjárfestingum á sviði heilbrigðis og menntunar til að ná megi Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, er vaxandi skuldavandi fátækari þjóða heims áhyggjuefni. Alþjóðabankinn er ein af fjórum áherslustofnunum í þróunarsamvinnu Íslands. Ísland tekur virkan þátt í stefnumótun og fjölþjóðastarfi Alþjóðabankans í gegnum kjördæmi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og deila ríkin átta stjórnarsæti í bankanum og samræma málflutning sinn og afstöðu til einstakra málefna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent
Fundur kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum var haldinn dagana 24. og 25. september sl. í Reykjavík. Kjördæmið hittist reglulega í höfuðborgum ríkjanna til að samræma afstöðu og bera saman bækur í aðdraganda ársfunda og vorfunda Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en næsti ársfundur verður haldinn dagana 12.-14. október nk. Það sem ber hæst í nýjum áherslum í starfi Alþjóðabankans er hvernig nýta má mannauð og nýja tækni til framþróunar. Á sama tíma og kallað er eftir auknum fjárfestingum á sviði heilbrigðis og menntunar til að ná megi Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, er vaxandi skuldavandi fátækari þjóða heims áhyggjuefni. Alþjóðabankinn er ein af fjórum áherslustofnunum í þróunarsamvinnu Íslands. Ísland tekur virkan þátt í stefnumótun og fjölþjóðastarfi Alþjóðabankans í gegnum kjördæmi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og deila ríkin átta stjórnarsæti í bankanum og samræma málflutning sinn og afstöðu til einstakra málefna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent