Tónlist

Abraham Brody í Mengi

Tinni Sveinsson skrifar
Listamaðurinn Abraham Brody hefur tekið ástfóstri við Ísland.
Listamaðurinn Abraham Brody hefur tekið ástfóstri við Ísland.
Framúrstefnutónskáldið og söngvarinn Abraham Brody heldur tónleika í Mengi við Óðinsgötu næstkomandi föstudag. Þar mun hann leika efni af nýrri plötu sinni, Crossings, sem kemur út í nóvember. Platan var tekin upp í Gróðurhúsinu.

Brody kom fram á Listahátíð Reykjavíkur í júní og á listahátíðinni Lunga í fyrra. Hann segist hafa tekið ástfóstri við Ísland og íslenska listamenn og hefur því flutt búferlum hingað til lands.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Elephant Sun af nýju plötunni.

Í hljóðheimi sínum blandar Brody klassískum tónstefum við tilkomumikla raftónlist, en hann sækir meðal annars innblástur til goðsagna heimalands síns, Litháens, og til Íslands.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Mengi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×