Ætluð hvort öðru Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 28. september 2018 07:15 Gylfi bað mín núna í maí. Við vorum búin að ræða um að láta pússa okkur saman en mig langaði mest til að hann færi á hnén og bæði mín. Svo loksins gerði hann það, segir Anna Svava. Fréttablaðið/Ernir Það er sjaldan lognmolla í kringum Önnu Svövu Knútsdóttur. Hún hefur vakið verðskuldaða athygli m.a. fyrir uppistand, veislustjórn, gamanleik og ísbúðina Valdísi. Aðeins er um mánuður síðan Anna Svava gekk í hjónaband með Gylfa Þór Valdimarssyni. Þau eiga tvö ung börn en Gylfi átti tvö börn fyrir. Það er því oft líf og fjör á stóru heimili. Hjónin nýbökuðu hafa búið saman í nokkur ár en þau kynntust við rómantískar aðstæður. „Fyrir nokkrum árum skipulagði ég leynibrúðkaup fyrir vinkonu mína. Ég var orðin úrkula vonar um að ég myndi sjálf ganga út svo ég undirbjó draumabrúðkaupið mitt fyrir hana og manninn hennar. Hún fékk að vita í hádeginu að hún væri að fara að gifta sig um kvöldið. Þetta sama kvöld hitti ég svo hann Gylfa minn. Hugsaðu þér karmað. Ég átti greinilega að fá hann þetta kvöld,“ rifjar hún brosandi upp. Brúðkaupið fór fram í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi og Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og viðburðastjóri hjá Siðmennt, gaf þau hjónin saman. „Svo var heljarinnar ball með Síðan skein sól. Við vorum ekkert að eyða peningum í vitleysu eins og mat. Við vildum heldur bjóða fullt af fólki og svo dönsuðu allir og skemmtu sér langt fram eftir nóttu,“ segir Anna Svava en það lá auðvitað beint við að fá Helga Björns, mótleikara Önnu Svövu úr sjónvarpsþáttunum Ligeglad, til að halda uppi fjörinu. „Við vorum líka með brúðkaupsveislu fyrir öll börnin í kringum okkur tveimur dögum fyrr. Vinkona mín, sem ég undirbjó brúðkaupið fyrir, vildi endurgjalda mér greiðann og hélt því veislu úti í garði hjá sér. Hún setti upp tjald og fékk börnin til að hjálpa sér með alla skipulagningu. Þau fengu að gera allt sem þeim finnst skemmtilegast og því voru settar upp stöðvar þar sem þau fengu candy floss, andlitsmálningu, leir til að leika með og efni til að búa til slím. Hún leigði prestsbúning og lagði út rauðan dregil fyrir okkur. Bróðir minn lék síðan prest og talaði fallega til barnanna, ég var í alvöru brúðarkjól með slöri og allt. Allir krakkarnir fengu hlutverk, ein bar hringana og tveir litlir frændur mínir héldu ræður. Svo var auðvitað dansað og sungið, kastað yfir okkur hrísgrjónum og sápukúlum blásið yfir okkur,“ segir Anna Svava ánægð. Voruð þið löngu búin að ákveða að gifta ykkur?„Nei, Gylfi bað mín núna í maí. Við vorum búin að ræða um að láta pússa okkur saman en mig langaði mest til að hann færi á hnén og bæði mín. Svo loksins gerði hann það. Þetta var bara venjulegur dagur en Gylfi dró mig út á Klambratún, sem er í nágrenni við heimili okkar. Ég hélt að hann ætlaði að sýna mér hvolp en þá kom hann mér á óvart með fallegu bónorði. Svo héldum við bara áfram að vinna,“ segir Anna Svava kankvíslega.Brúðhjónin með börnin sín, Arnar Orra og Laufeyju, auk vinkonunnar Rakelar og Arnars, bróður Önnu Svövu.Mynd/úr einkasafniBörnin þeirra tvö fæddust með um árs millibili og segist Anna Svava hafa verið mikið til heima síðustu árin að sinna börnum og búi. „Ég var 38 ára þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt. Ég mæli með því að bíða ekki svona lengi með barneignir. Það er ástæða fyrir því að maður gat djammað til klukkan sex á morgnana þegar maður var yngri, það er í raun til að geta vakað og gefið brjóst. Aðalsjokkið við að eignast börn er svefnleysið sem því getur fylgt. Ég var lengi að jafna mig á því, bæði andlega og líkamlega. Síðan finnst mér mikil ábyrgð að eiga börn. Það er erfitt að fara frá þeim og þegar ég kem heim af æfingu á kvöldin vil ég fá að vita allt um hvað þau hafa borðað yfir daginn, verið að bardúsa og þar fram eftir götunum.“En hvað gerir fjölskyldan þegar hún vill gera vel við sig?„Þá förum við saman upp í sumarbústað. Þótt ótrúlegt sé er það allt önnur stemning en að vera heima. Allir eru afslappaðri þótt við séum ekki að gera neitt sérstakt. Við erum með eina reglu hér heima. Það er enginn sími á milli klukkan fimm og átta á kvöldin. Á þeim tíma kíkir enginn á netið, Facebook eða tölvupóstinn sinn heldur svarar aðeins símtölum. Þetta fyrirkomulag gerir andrúmsloftið afslappaðra.“Ég leik á móti Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, fyndnustu konu landsins, og stundum er erfitt að halda niðri í sér hlátrinum, segir Anna Svava.Fréttablaðið/ernirÁ svið eftir tíu ára hlé Anna Svava hefur ekki leikið á hefðbundnu leiksviði í tíu ár. Í kvöld mun það breytast þegar hún stígur á svið í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í leikritinu Fly Me to the Moon eftir Marie Jones sem er hvað þekktust fyrir verk sitt Með fulla vasa af grjóti. Marie Jones leikstýrir jafnframt verkinu. „Ég er mjög spennt og ætla að mæta snemma niður í leikhús en að öðru leyti er þetta bara eins og hver annar dagur. Ég leik á móti Ólafíu Hrönn Jónsdóttur en verkið fjallar um írskar konur í láglaunastörfum sem standa skyndilega frammi fyrir óvæntri áskorun,“ segir Anna Svava. Æfingar hafa gengið eins og í sögu og oftar en ekki hefur hláturinn tekið völdin. „Ég leik á móti fyndnustu konu landsins og stundum er erfitt að halda niðri í sér hlátrinum. Það eina sem ég er hrædd um er að ég springi úr hlátri á sviðinu út af henni,“ segir Anna Svava brosandi. Undanfarin ár hefur Anna Svava verið sinn eigin herra, séð um veislustjórn, sinnt uppistandi og skrifað handrit. Spurð hvernig það sé að vinna hjá stóru leikhúsi á borð við Þjóðleikhúsið segir hún það algjöran lúxus. „Ég fæ heitan mat í hádeginu. Ég þarf hvorki að hugsa um smink né leikmuni. Þótt við Ólafía Hrönn séum bara tvær á sviðinu er stór hópur fólks sem kemur að sýningunni og það er góð tilbreyting frá því að vera einn að vasast í öllu. Svo er gaman að það er uppselt á sýninguna fram í miðjan nóvember.“En hvað er skemmtilegast við að vera leikkona?„Að fá fólk til að hlæja. Ég fæ algjört kikk út úr því að fá mikil viðbrögð en ég er betri í gamanleik en drama.“ Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Það er sjaldan lognmolla í kringum Önnu Svövu Knútsdóttur. Hún hefur vakið verðskuldaða athygli m.a. fyrir uppistand, veislustjórn, gamanleik og ísbúðina Valdísi. Aðeins er um mánuður síðan Anna Svava gekk í hjónaband með Gylfa Þór Valdimarssyni. Þau eiga tvö ung börn en Gylfi átti tvö börn fyrir. Það er því oft líf og fjör á stóru heimili. Hjónin nýbökuðu hafa búið saman í nokkur ár en þau kynntust við rómantískar aðstæður. „Fyrir nokkrum árum skipulagði ég leynibrúðkaup fyrir vinkonu mína. Ég var orðin úrkula vonar um að ég myndi sjálf ganga út svo ég undirbjó draumabrúðkaupið mitt fyrir hana og manninn hennar. Hún fékk að vita í hádeginu að hún væri að fara að gifta sig um kvöldið. Þetta sama kvöld hitti ég svo hann Gylfa minn. Hugsaðu þér karmað. Ég átti greinilega að fá hann þetta kvöld,“ rifjar hún brosandi upp. Brúðkaupið fór fram í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi og Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og viðburðastjóri hjá Siðmennt, gaf þau hjónin saman. „Svo var heljarinnar ball með Síðan skein sól. Við vorum ekkert að eyða peningum í vitleysu eins og mat. Við vildum heldur bjóða fullt af fólki og svo dönsuðu allir og skemmtu sér langt fram eftir nóttu,“ segir Anna Svava en það lá auðvitað beint við að fá Helga Björns, mótleikara Önnu Svövu úr sjónvarpsþáttunum Ligeglad, til að halda uppi fjörinu. „Við vorum líka með brúðkaupsveislu fyrir öll börnin í kringum okkur tveimur dögum fyrr. Vinkona mín, sem ég undirbjó brúðkaupið fyrir, vildi endurgjalda mér greiðann og hélt því veislu úti í garði hjá sér. Hún setti upp tjald og fékk börnin til að hjálpa sér með alla skipulagningu. Þau fengu að gera allt sem þeim finnst skemmtilegast og því voru settar upp stöðvar þar sem þau fengu candy floss, andlitsmálningu, leir til að leika með og efni til að búa til slím. Hún leigði prestsbúning og lagði út rauðan dregil fyrir okkur. Bróðir minn lék síðan prest og talaði fallega til barnanna, ég var í alvöru brúðarkjól með slöri og allt. Allir krakkarnir fengu hlutverk, ein bar hringana og tveir litlir frændur mínir héldu ræður. Svo var auðvitað dansað og sungið, kastað yfir okkur hrísgrjónum og sápukúlum blásið yfir okkur,“ segir Anna Svava ánægð. Voruð þið löngu búin að ákveða að gifta ykkur?„Nei, Gylfi bað mín núna í maí. Við vorum búin að ræða um að láta pússa okkur saman en mig langaði mest til að hann færi á hnén og bæði mín. Svo loksins gerði hann það. Þetta var bara venjulegur dagur en Gylfi dró mig út á Klambratún, sem er í nágrenni við heimili okkar. Ég hélt að hann ætlaði að sýna mér hvolp en þá kom hann mér á óvart með fallegu bónorði. Svo héldum við bara áfram að vinna,“ segir Anna Svava kankvíslega.Brúðhjónin með börnin sín, Arnar Orra og Laufeyju, auk vinkonunnar Rakelar og Arnars, bróður Önnu Svövu.Mynd/úr einkasafniBörnin þeirra tvö fæddust með um árs millibili og segist Anna Svava hafa verið mikið til heima síðustu árin að sinna börnum og búi. „Ég var 38 ára þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt. Ég mæli með því að bíða ekki svona lengi með barneignir. Það er ástæða fyrir því að maður gat djammað til klukkan sex á morgnana þegar maður var yngri, það er í raun til að geta vakað og gefið brjóst. Aðalsjokkið við að eignast börn er svefnleysið sem því getur fylgt. Ég var lengi að jafna mig á því, bæði andlega og líkamlega. Síðan finnst mér mikil ábyrgð að eiga börn. Það er erfitt að fara frá þeim og þegar ég kem heim af æfingu á kvöldin vil ég fá að vita allt um hvað þau hafa borðað yfir daginn, verið að bardúsa og þar fram eftir götunum.“En hvað gerir fjölskyldan þegar hún vill gera vel við sig?„Þá förum við saman upp í sumarbústað. Þótt ótrúlegt sé er það allt önnur stemning en að vera heima. Allir eru afslappaðri þótt við séum ekki að gera neitt sérstakt. Við erum með eina reglu hér heima. Það er enginn sími á milli klukkan fimm og átta á kvöldin. Á þeim tíma kíkir enginn á netið, Facebook eða tölvupóstinn sinn heldur svarar aðeins símtölum. Þetta fyrirkomulag gerir andrúmsloftið afslappaðra.“Ég leik á móti Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, fyndnustu konu landsins, og stundum er erfitt að halda niðri í sér hlátrinum, segir Anna Svava.Fréttablaðið/ernirÁ svið eftir tíu ára hlé Anna Svava hefur ekki leikið á hefðbundnu leiksviði í tíu ár. Í kvöld mun það breytast þegar hún stígur á svið í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í leikritinu Fly Me to the Moon eftir Marie Jones sem er hvað þekktust fyrir verk sitt Með fulla vasa af grjóti. Marie Jones leikstýrir jafnframt verkinu. „Ég er mjög spennt og ætla að mæta snemma niður í leikhús en að öðru leyti er þetta bara eins og hver annar dagur. Ég leik á móti Ólafíu Hrönn Jónsdóttur en verkið fjallar um írskar konur í láglaunastörfum sem standa skyndilega frammi fyrir óvæntri áskorun,“ segir Anna Svava. Æfingar hafa gengið eins og í sögu og oftar en ekki hefur hláturinn tekið völdin. „Ég leik á móti fyndnustu konu landsins og stundum er erfitt að halda niðri í sér hlátrinum. Það eina sem ég er hrædd um er að ég springi úr hlátri á sviðinu út af henni,“ segir Anna Svava brosandi. Undanfarin ár hefur Anna Svava verið sinn eigin herra, séð um veislustjórn, sinnt uppistandi og skrifað handrit. Spurð hvernig það sé að vinna hjá stóru leikhúsi á borð við Þjóðleikhúsið segir hún það algjöran lúxus. „Ég fæ heitan mat í hádeginu. Ég þarf hvorki að hugsa um smink né leikmuni. Þótt við Ólafía Hrönn séum bara tvær á sviðinu er stór hópur fólks sem kemur að sýningunni og það er góð tilbreyting frá því að vera einn að vasast í öllu. Svo er gaman að það er uppselt á sýninguna fram í miðjan nóvember.“En hvað er skemmtilegast við að vera leikkona?„Að fá fólk til að hlæja. Ég fæ algjört kikk út úr því að fá mikil viðbrögð en ég er betri í gamanleik en drama.“
Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira