Vilja leggja sitt af mörkum Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 06:00 Atli Óskar og Viktor eru mennirnir á bak við stuttmyndina Lífið á Eyjunni. Fréttablaðið/Stefán Atli Óskar Fjalarsson og Viktor Sigurjónsson voru búnir að horfa upp á vini og kunningja tapa lífinu allt of oft. Eftir að hafa fylgst með sjálfsvígum og misnotkun lyfja meðal ungra manna fundu þeir sig knúna til að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Umræðu um þessi mál segja þeir að þurfi að halda á lofti til að knýja fram breytingar. Þeir stefna á að sýna myndina í grunnskólum og víðar. „Þegar við Atli kynntumst var ég að þróa hugmynd og hafði þegar skrifað handrit sem ég kynnti fyrir honum. Í ljós kom mikill samhugur og metnaður hjá okkur báðum fyrir þessu verkefni og við ákváðum að hrinda því í framkvæmd og skrifuðum saman lokaútgáfu handritsins,“ segir Viktor sem leikstýrir myndinni en hann hefur unnið við framleiðslu í rúm fimm ár. Atli hafði þá nýlega stofnað fésbókarhóp sem nefnist Strákahittingur, sem er öruggur staður fyrir karla til að ræða tilfinningar og málefni kynjanna sín á milli. Hópurinn er að sænskri fyrirmynd sem nefnist #killmiddag. „Strákum líður illa og kunna oft ekki að biðja um hjálp. Hópurinn gengur út á það að strákar hittist og tali saman um það sem þeir geta gert til að stuðla að betra samfélagi og ráðast í sameiningu að rót vandans í samskiptum kynjanna sem brenglaðar kynjaímyndir geta af sér. Við viljum leggja okkar af mörkum til að hjálpa vinum, bræðrum, frændum og feðrum í neyð,“ segir Atli en hann hefur unnið sem leikari í mörg ár og leikið í ýmsum kvikmyndum, nú síðast í Lof mér að falla. Einnig hefur hann unnið við framleiðslu í Los Angeles.Tóku þetta alla leið Tökur gengu nokkuð snurðulaust fyrir sig en myndin var öll skotin á Seyðisfirði. „Við vorum með um 25 manns með okkur og við erum ótrúlega þakklátir fyrir alla þeirra hjálp,“ segir Viktor. Atli tekur undir: „Við hefðum ekki getað beðið um betra fólk.“ Þrátt fyrir að hafa báðir unnið í framleiðslu segjast þeir hafa gert sér töluvert erfitt fyrir hvað handritið varðar. „Allt sem maður hefur lært og veit að á ekki að setja í handrit fór út um þúfur. Í handritinu er þetta allt saman, flugeldar, dýr og börn,“ segir Viktor. „Ég man að ég sagði við Viktor þegar við vorum að skrifa að setja sér engar hömlur; „Leyfðu listinni bara að flæða!“ Svo blótaði ég honum í sand og ösku þegar ég þurfti að fara og redda þessu öllu á Seyðisfirði,“ segir Atli og hlær. „En þetta gekk svo allt upp á endanum.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Atli Óskar Fjalarsson og Viktor Sigurjónsson voru búnir að horfa upp á vini og kunningja tapa lífinu allt of oft. Eftir að hafa fylgst með sjálfsvígum og misnotkun lyfja meðal ungra manna fundu þeir sig knúna til að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Umræðu um þessi mál segja þeir að þurfi að halda á lofti til að knýja fram breytingar. Þeir stefna á að sýna myndina í grunnskólum og víðar. „Þegar við Atli kynntumst var ég að þróa hugmynd og hafði þegar skrifað handrit sem ég kynnti fyrir honum. Í ljós kom mikill samhugur og metnaður hjá okkur báðum fyrir þessu verkefni og við ákváðum að hrinda því í framkvæmd og skrifuðum saman lokaútgáfu handritsins,“ segir Viktor sem leikstýrir myndinni en hann hefur unnið við framleiðslu í rúm fimm ár. Atli hafði þá nýlega stofnað fésbókarhóp sem nefnist Strákahittingur, sem er öruggur staður fyrir karla til að ræða tilfinningar og málefni kynjanna sín á milli. Hópurinn er að sænskri fyrirmynd sem nefnist #killmiddag. „Strákum líður illa og kunna oft ekki að biðja um hjálp. Hópurinn gengur út á það að strákar hittist og tali saman um það sem þeir geta gert til að stuðla að betra samfélagi og ráðast í sameiningu að rót vandans í samskiptum kynjanna sem brenglaðar kynjaímyndir geta af sér. Við viljum leggja okkar af mörkum til að hjálpa vinum, bræðrum, frændum og feðrum í neyð,“ segir Atli en hann hefur unnið sem leikari í mörg ár og leikið í ýmsum kvikmyndum, nú síðast í Lof mér að falla. Einnig hefur hann unnið við framleiðslu í Los Angeles.Tóku þetta alla leið Tökur gengu nokkuð snurðulaust fyrir sig en myndin var öll skotin á Seyðisfirði. „Við vorum með um 25 manns með okkur og við erum ótrúlega þakklátir fyrir alla þeirra hjálp,“ segir Viktor. Atli tekur undir: „Við hefðum ekki getað beðið um betra fólk.“ Þrátt fyrir að hafa báðir unnið í framleiðslu segjast þeir hafa gert sér töluvert erfitt fyrir hvað handritið varðar. „Allt sem maður hefur lært og veit að á ekki að setja í handrit fór út um þúfur. Í handritinu er þetta allt saman, flugeldar, dýr og börn,“ segir Viktor. „Ég man að ég sagði við Viktor þegar við vorum að skrifa að setja sér engar hömlur; „Leyfðu listinni bara að flæða!“ Svo blótaði ég honum í sand og ösku þegar ég þurfti að fara og redda þessu öllu á Seyðisfirði,“ segir Atli og hlær. „En þetta gekk svo allt upp á endanum.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira