11 kílóa urriði úr Þingvallavatni Karl Lúðviksson skrifar 27. ágúst 2018 10:00 Cesary með stóra urriðann Mynd: Veiðikortið Þingvallavatn hefur verið að gefa mjög góða bleikjuveiði í sumar en þó svo það sé að líða að lokum veiðitímans í vatninu er langt frá því að vera lítil veiðivon. Við höfum verið að fá fréttir að veiðimenn hafi verið varir við urriða í þjóðgarðinum og að hann hafi verið að sýna sig mikið á nokkrum stöðum. Frá Veiðikortinu höfum við heyrt af veiðimönnum síðustu vikuna sem hafa verið að fá fallega urriða þar. Í gærkvöldi fór Cesary Fijalkowski í þjóðgarðinn til að kanna málið. Hann sagði að það væri óvenju mikið af urriða í þjóðgarðinum og fékk hann 7 urriða allt frá 3kg upp í 11kg! Hann hóf veiðar um kl. 22.00 og veiddi til 4 um nóttina. Það er nefnilega þannig með urriðann að það er langbest að veiða hann í í ljósaskiptunum og fram í myrkur. Veiðimenn sem ætla sér að láta reyna á urriðann stóra sem virðist vera að taka núna eru beðnir um að sleppa stóra fiskinum. Mest lesið Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði 19 laxa dagur í Hrútafjarðará Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði Veiðin í Jöklu mun betri en í fyrra Veiði Stórlaxarnir bíða þín fyrir norðan Veiði Síðasti séns í Þingvallavatni Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði
Þingvallavatn hefur verið að gefa mjög góða bleikjuveiði í sumar en þó svo það sé að líða að lokum veiðitímans í vatninu er langt frá því að vera lítil veiðivon. Við höfum verið að fá fréttir að veiðimenn hafi verið varir við urriða í þjóðgarðinum og að hann hafi verið að sýna sig mikið á nokkrum stöðum. Frá Veiðikortinu höfum við heyrt af veiðimönnum síðustu vikuna sem hafa verið að fá fallega urriða þar. Í gærkvöldi fór Cesary Fijalkowski í þjóðgarðinn til að kanna málið. Hann sagði að það væri óvenju mikið af urriða í þjóðgarðinum og fékk hann 7 urriða allt frá 3kg upp í 11kg! Hann hóf veiðar um kl. 22.00 og veiddi til 4 um nóttina. Það er nefnilega þannig með urriðann að það er langbest að veiða hann í í ljósaskiptunum og fram í myrkur. Veiðimenn sem ætla sér að láta reyna á urriðann stóra sem virðist vera að taka núna eru beðnir um að sleppa stóra fiskinum.
Mest lesið Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði 19 laxa dagur í Hrútafjarðará Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði Veiðin í Jöklu mun betri en í fyrra Veiði Stórlaxarnir bíða þín fyrir norðan Veiði Síðasti séns í Þingvallavatni Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði