Ofnbökuð bleikja með Teryaki sósu og hrásalati Stefán Árni Pálsson skrifar 29. ágúst 2018 20:45 Yndisleg ofnbökuð bleikja. Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 í kvöld en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má lesa hvernig maður gerir réttinn. „Matur í einum grænum – enn eitt dæmið um hvað er hægt að útbúa stórgóða máltíð á örfáum mínútum sem allir í fjölskyldunni elska,“ segir Eva Laufey. Ofnbökuð bleikja með Teryaki sósu og hrásalati 4 flök bleikja 1 msk ólífuolía + 1 tsk smjör Salt og pipar 6-8 msk Teriyaki sósa 1 hvítlauksrif 2 stilkar vorlaukur 6 msk hreinn fetaostur Ristuð sesamfræ Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Leggið fiskinn á pappírsklædda ofnplötu. Saxið hvítlauk og vorlauk mjög smátt og blandið saman við teryaki sósuna. Penslið fiskinn með sósunni og það má fara vel af sósunni á fiskinn. Sáldrið ristuðum sesamfræjum yfir fiskinn og eldið í ofn við 180°C í 8 mínútur. Þegar fiskurinn er tilbúinn er frábært að mylja vel af fetaosti yfir og bera hann síðan fram með gómsætu hrásalati. Hrásalat ½ höfuð Hvítkál ½ höfuð Rauðkál 4 gulrætur 4 radísur Handfylli kóríander Safi úr hálfri appelsínu Aðferð: Skerið hráefnin afar smátt eða notið matvinnsluvél til þess að rífa hráefnin mjög smátt. Kreistið appelsínusafa og rífið niður kóríander yfir salatið í lokin. Bleikja Eva Laufey Salat Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið
Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 í kvöld en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má lesa hvernig maður gerir réttinn. „Matur í einum grænum – enn eitt dæmið um hvað er hægt að útbúa stórgóða máltíð á örfáum mínútum sem allir í fjölskyldunni elska,“ segir Eva Laufey. Ofnbökuð bleikja með Teryaki sósu og hrásalati 4 flök bleikja 1 msk ólífuolía + 1 tsk smjör Salt og pipar 6-8 msk Teriyaki sósa 1 hvítlauksrif 2 stilkar vorlaukur 6 msk hreinn fetaostur Ristuð sesamfræ Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Leggið fiskinn á pappírsklædda ofnplötu. Saxið hvítlauk og vorlauk mjög smátt og blandið saman við teryaki sósuna. Penslið fiskinn með sósunni og það má fara vel af sósunni á fiskinn. Sáldrið ristuðum sesamfræjum yfir fiskinn og eldið í ofn við 180°C í 8 mínútur. Þegar fiskurinn er tilbúinn er frábært að mylja vel af fetaosti yfir og bera hann síðan fram með gómsætu hrásalati. Hrásalat ½ höfuð Hvítkál ½ höfuð Rauðkál 4 gulrætur 4 radísur Handfylli kóríander Safi úr hálfri appelsínu Aðferð: Skerið hráefnin afar smátt eða notið matvinnsluvél til þess að rífa hráefnin mjög smátt. Kreistið appelsínusafa og rífið niður kóríander yfir salatið í lokin.
Bleikja Eva Laufey Salat Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið