Veiði

1,000 löxum undir veiðinni í fyrra en veiðin samt góð

Karl Lúðvíksson skrifar
Fallegur lax í Ytri Rangá.
Fallegur lax í Ytri Rangá. Mynd: West Rangá FB
Rangárnar báðar eru að skila mjög góðum veiðitölum þessa dagana en Ytri Rangá hefur aðeins verið á eftir Eystri ánni.

Heildarveiðin í Ytri Rangá er komin í 1.892 laxa en var á sama tíma í fyrra 2.881 laxar og 2016 var hún komin í 4.664 laxa.  Síðustu tvö sumur voru þó frekar óvenjuleg þar sem laxinn kom snemma í allar árnar og botninn datt nokkuð hratt úr göngunum.  Núna er aftur á móti mikið af nýjum laxi í ánni og göngurnar eru góðar þó ekki sé kannski alveg jafn mikill kraftur í þeim og á bestu sumrunum í ánni.  Vikuveiðin í ánni var 343 laxar í síðustu viku og það er ekkert að minnka veiðin svo í þessum mánuði er ekkert ólíklegt að veiðin gæti skilað 1.000 löxum á land eða meira. Síðan er auðvitað september ansi drjúgur en um leið og maðkurinn fer niður í ánna detta inn nokkrir 100 laxa dagar.  það er því ekkert óvarlega áætlað að skjóta á að Ytri Rangá gæti vel skilað 4.000 - 5.000 löxum í sumar.






×