Birnir steig fram á sjónarsviðið í byrjun árs 2017 með laginu Sama tíma. Síðan þá hefur hann gefið út lögin: Ekki switcha, Já ég veit og Út í geim, ásamt því að hafa ítrekað komið fram á lögum kollega sinna í íslensku rapp-senunni.
Birnir hefur vakið mikla athygli íslenskra rappaðdáenda fyrir frumlegan framburð, ljóðrænan stíl og gott vald á íslenskri tungu. Hægt og rólega hefur hann stimplað sig inn sem einn fremsta og færasta rappara landsins.
Platan hefur verið í vinnslu í um það bil eitt og hálft ár að sögn Birnis og er óhætt að segja að íslenski rappheimurinn bíður með mikilli eftirvæntingu eftir þessari frumraun kappans.
Plötuumslagið gerði Rögnvaldur Skúli Árnason og má sjá það á Instagram færslu Birnis hér fyrir neðan.