„Ég heiti Elba, Idris Elba,“ tísti Elba í dag og birti mynd af sjálfum sér með. Aðdáendur hans og James Bond-myndanna hafa tekið tístinu sem vísbendingu um að hann verði næsti Bond, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.
my name's Elba, Idris Elba. pic.twitter.com/kEyyaVg8JX
— Idris Elba (@idriselba) August 12, 2018
Elba er 45 ára gamall. Hann er hvað best þekktur fyrir hlutverk sitt í bandarísku þáttunum The Wire, bresku sakamálaþáttunum Luther og Hollywood-myndum eins og Star Trek og ofurhetjumyndum Marvel.
Hann virtist þó slá á orðróminn skömmu eftir upphaflega tístið. „Ekki trúa skruminu...“ tísti leikarinn.
Don't believe the HYPE...
— Idris Elba (@idriselba) August 12, 2018