BMW-bílar í Suður-Kóreu kyrrsettir vegna eldhættu Finnur Orri Thorlacius skrifar 16. ágúst 2018 09:30 Bilun í eldsneytiskerfi ?BMW-bíla. Samgönguráðuneyti Suður-Kóreu hefur bannað ökumönnum 20.000 BMW-bíla að aka þeim og krefst innköllunar á bílunum. Gera yfirvöld í Suður-Kóreu þetta vegna þess að á fyrstu sex mánuðum ársins hefur eldur blossað upp í 27 BMW-bílum þar í landi og með því vilja þau tryggja öryggi farþega. BMW hefur verið gert að innkalla alla þessa bíla og gera við gallann sem þessu veldur. BMW ætlar reyndar að gera gott betur og innkalla 106.000 bíla sem gætu verið með þennan galla sem felst í eldsneytiskerfi þeirra, en eldurinn hefur í öllum tilfellum læst sig í vélarrúm bílanna. Eigendur þeirra bíla sem innköllunin nær til mega aka bílunum að þeim stöðum þar sem gert verður við þá, en eingöngu þangað. BMW hefur gengið einkar vel að selja bíla í Suður-Kóreu á undanförnum árum og hefur fimmfaldað sölu bíla sinna þar á undanförnum fimm árum og seldi hátt í 60.000 bíla þar í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent
Samgönguráðuneyti Suður-Kóreu hefur bannað ökumönnum 20.000 BMW-bíla að aka þeim og krefst innköllunar á bílunum. Gera yfirvöld í Suður-Kóreu þetta vegna þess að á fyrstu sex mánuðum ársins hefur eldur blossað upp í 27 BMW-bílum þar í landi og með því vilja þau tryggja öryggi farþega. BMW hefur verið gert að innkalla alla þessa bíla og gera við gallann sem þessu veldur. BMW ætlar reyndar að gera gott betur og innkalla 106.000 bíla sem gætu verið með þennan galla sem felst í eldsneytiskerfi þeirra, en eldurinn hefur í öllum tilfellum læst sig í vélarrúm bílanna. Eigendur þeirra bíla sem innköllunin nær til mega aka bílunum að þeim stöðum þar sem gert verður við þá, en eingöngu þangað. BMW hefur gengið einkar vel að selja bíla í Suður-Kóreu á undanförnum árum og hefur fimmfaldað sölu bíla sinna þar á undanförnum fimm árum og seldi hátt í 60.000 bíla þar í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent