Mitsubishi á fleygiferð Finnur Orri Thorlacius skrifar 16. ágúst 2018 10:15 Mitsubishi Outlander PHEV er söluhæsta bílgerð Mitsubishi hérlendis. Mitsubishi er það bílavörumerki á Íslandi sem vaxið hefur hraðast fyrstu sex mánuði ársins 2018 samanborið við sama tímabil í fyrra. Salan á þessum japönsku bílum sem Íslendingar hafa haldið tryggð við um áratuga skeið hefur tvöfaldast milli ára og er það nærri tvöfalt meiri aukning en á þeirri bílategund sem næst kemur. Raunar er það svo að fyrstu sex mánuði ársins eru tvö vörumerki frá Heklu á topp þremur yfir mest seldu bílategundirnar á einstaklingsmarkaði, Mitsubishi og Volkswagen, og Hekla er það bílaumboð sem selt hefur næstflesta bíla á þeim markaði. Þegar kemur að vistvænum bílum kemst ekkert umboð með tærnar þar sem Hekla hefur hælana en tæplega 60% allra vistvænna bíla sem selst hafa fyrstu sex mánuði ársins koma frá Heklu og bera Mitsubishi og Volkswagen höfuð og herðar yfir aðrar tegundir þegar kemur að tengiltvinnbílum. Mitsubishi Outlander trónir þar á toppnum og Volkswagen Golf er í öðru sæti. Hekla heldur því áfram að vera leiðandi þegar kemur að sölu vistvænna bíla og þessar tölur endurspegla glögglega græna afstöðu fyrirtækisins í umferðinni. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent
Mitsubishi er það bílavörumerki á Íslandi sem vaxið hefur hraðast fyrstu sex mánuði ársins 2018 samanborið við sama tímabil í fyrra. Salan á þessum japönsku bílum sem Íslendingar hafa haldið tryggð við um áratuga skeið hefur tvöfaldast milli ára og er það nærri tvöfalt meiri aukning en á þeirri bílategund sem næst kemur. Raunar er það svo að fyrstu sex mánuði ársins eru tvö vörumerki frá Heklu á topp þremur yfir mest seldu bílategundirnar á einstaklingsmarkaði, Mitsubishi og Volkswagen, og Hekla er það bílaumboð sem selt hefur næstflesta bíla á þeim markaði. Þegar kemur að vistvænum bílum kemst ekkert umboð með tærnar þar sem Hekla hefur hælana en tæplega 60% allra vistvænna bíla sem selst hafa fyrstu sex mánuði ársins koma frá Heklu og bera Mitsubishi og Volkswagen höfuð og herðar yfir aðrar tegundir þegar kemur að tengiltvinnbílum. Mitsubishi Outlander trónir þar á toppnum og Volkswagen Golf er í öðru sæti. Hekla heldur því áfram að vera leiðandi þegar kemur að sölu vistvænna bíla og þessar tölur endurspegla glögglega græna afstöðu fyrirtækisins í umferðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent